Karlmaður grunaður um árás á 17 ára kærustu áfram í gæsluvarðhaldi: „stelpur, standið með sjálfum ykkur, alltaf“

Tvítugum karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps á sautján ára gamalli kærustu sinni hefur verið gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. desember.

Rúv greindi frá þessu í morgun. Maðurinn var handtekinn þann 19. október síðastliðinn og var í kjölfarið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald. Þegar gæsluvarðhaldinu lauk lagði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fram kröfu í héraðsdómi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum en henni var hafnað. Landsréttur sneri úrskurðinum við og var maðurinn handtekinn aftur og færður í gæsluvarðhald.

Lesa meira: 17 ára stúlka þríbrotin í andliti eftir hrottalega árás: „Á föstudaginn sýndi hann mér hina sönnu hlið af sér“ - „Stelpur, standið með sjálfum ykkur, alltaf“

Stúlkan sem maðurinn réðist á tjáði sig um árásina á samfélagsmiðlum og greindi hún frá því að hún væri þríbrotin í andliti. Þá þakkaði hún fyrir að eiga góða að og birti myndir af sér ftir árásina og skoraði á aðrar stúlkur að standa með sjálfum sér.

„Fjögur ár síðan ég kynntist strák sem ég elska svo heitt, Á föstudaginn sýndi hann mér hina sönnu hlið af sér. Þetta er ekki í fyrsta skiptið.“

Að sögn lögreglu er rannsókn málsins á lokametrunum.