„já, þetta er ömur­legt og ó­þolandi en gefumst ekki upp“

„Það skiptir máli hver segir manni sjón­varps­fréttir. Maður vill ekki að stirð­busa­legur og fýlu­legur ein­stak­lingur sé í því hlut­verki. Nóg er af leiðindum í þjóð­fé­laginu sjálfu þótt frétta­þulur fari ekki að bæta á það. Best er að í hlut­verki frétta­þular sé ein­hver með þægi­lega nær­veru sem skilar sér alla leið inn í stofu til manns. Sindri Sindra­son er ein­mitt frétta­maður af því tagi.“

Þetta segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður í pistli á Fréttablaðinu. Kolbrún bætir við að Sindri mætti sjást oftar á skjánum.

„Það er eigin­lega sama hversu drunga­legar fréttirnar eru alltaf tekst Sindra að fá mann til að líða betur. Hann getur sagt spillingar­fréttir, eins og við heyrum nú nær dag­lega, en samt fengið mann til að við­halda trú á mann­kyninu – jafnerfitt og það nú er. Eftir að hafa sagt fréttina sýnir hann svip­brigði, rétt eins og hann sé að senda manni þögul skila­boð eitt­hvað á þessa leið: Já, þetta er ömur­legt og ó­þolandi en gefumst ekki upp. Það góða fyrir­finnst víða.“

Kolbrún segir Sindra ljóma þegar hann segir frétt af börnum og virðist alltaf vera í góðu skapi.

„Vissu­lega öfunds­verður eigin­leiki. Hann blómstrar á skjánum. Á tímum eins og þessum, þegar ekki verður annað séð en að spilling grasseri á of mörgum stöðum er á­gætt að fá á skjáinn mann eins og hann sem segir manni vondu fréttirnar en gefur manni einnig til kynna með ljúfum svip­brigðum að heiðar­leiki blómstri vissu­lega á ýmsum stöðum.“