ILLUGI VILL ENDURSKOÐA HLUTVERK RÚV

Menntamálaráðherra vill selja höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti:

ILLUGI VILL ENDURSKOÐA HLUTVERK RÚV

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra vill endurmeta rekstur og hlutverk RÚV í ljósi nýs fjölmiðlalandslags. Hann segir að framundan sé vinna við að meta kosti og galla núverandi rekstrarforms á stofnuninni.

Þetta kemur ffram í Morgublaðinu í dag, en þar segist hann sjá fyrir sér að tillaga þessa efnis komi fyrir Alþingi í vor. Á grundvelli hennar verði hægt að "stíga næstu skref" eins og ráðherrann orðar það í blaðinu í dag og bætir því við að æskilegt sé að höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti verði seldar til að grynnka á skuldum.

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri segir að í nýrri skýrslu um rekstur RÚV sé að finna rangfærslur um fjárkröfur stofnunarinnar. Eyþór Arnalds, formaðurr nefndarinnar sem vann skýrsluna, segir aftur á móti að nefndin standi við sínar fullyrðingar um þetta atriði, upplýsingar hafi verið felldar úr skýrslunni að krröfu RÚV og fulltrúar stofnunarinnar hafi haft nægan tíma til að gera athugasemdir við efni hennar. 

Nýjast