Íbúðalánasjóður hefur tapað um 200 milljörðum króna frá 2004 - íslenska ríkið greiðir reikninginn

Tap Íbúðalánasjóðs á lánastarfsemi frá 2004 er sagt nema um það bil 200 milljörðum króna. Samkvæmt nýju frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, mun nýr sjóður verða stofnaður til að reyna að takmarka áhættu og kostnað fyrir ríkissjóð í framtíðinni. Íslenska ríkið hefur nú þegar greitt 50 milljarða króna inn í Íbúðalánasjóð vegna málsins. RÚV greinir frá þessu.

Árið 2004 var ákvað Íbúðalánasjóður að bjóða viðskiptavinum sínum uppgreiðanleg íbúðalán. Hins vegar gaf Íbúðalánasjóður út skuldabréf til að fjármagna lánastarfsemi sjóðsins. Þessi skuldabréf voru flest keypt af lífeyrissjóðum landsins. Með innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn bauðst fólki ódýrari vextir á íbúðalánum sínum.

Endurfjármagnaði því fólk lán sín hjá Íbúðalánasjóði og borguðu þau upp. Þá var lítil eftirspurn eftir lánum frá sjóðnum á þeim kjörum sem sjóðurinn getur boðið upp á. Þetta þýddi að Íbúðalánasjóður sat á miklu lausafjármagni sem skilar minni ávöxtun en skuldabréfin sem sjóðurinn gaf út. Þessi ákvörðun hefur því kostað sjóðinn um það bil 200 milljarða íslenskra króna.