Baráttan á netinu

Áreitni og hatursumræða á Netinu er meiriháttar úrlausnarefni í dag og margir sem leggjast á árar til að berjast gegn slíku en einnig líka gegn þjófnaði á bæði fé og einkarétti hvers konar. En hvers konar átök eiga sér stað í netheimum og hver er á bak við þau? Eru þetta átök á milli þeirra sem vilja ótakmarkað frelsi og þeirra sem vilja boð og bönn og hvað er á milli? 

Þórlaug Ágústsdóttir, stjórnmálafræðingur og tölvusérfræðingur verður á Þjóðbraut í kvöld. Þórlaug fór nýlega út á ráðstefnu í Harward háskóla þangað sem henni var boðið af skólanum. Hún lýsir meðal annars því hvernig margs konar stjórnvöld hafa áhrif á notkun og þróun netsins, bæði ríkisstjórnir, alþjóðlegar stofnanir og frjáls samtök af mörgum toga – þótt enginn hafi miðstýrt vald yfir netinu á sama tíma. Þórlaug bendir á að hatursglæpir og ofbeldi gagnvart konum sé stórt viðfangsefni þeirra sem vilja vernda mannréttindi á netinu.