Hrægammar: 19 milljarðar í ráðgjöf

Sigmundur Davíð Gunnalugsson fullyrti í þættinum Þjóðbraut í gærkvöld að hrægammasjóðir og aðrir kröfuhafar í þrotabú föllnu bankanna hefðu eytt hér 19 milljörðum króna á síðustu árum til að verja hagsmuni sína og kaupa hér ráðgjöf.

Hann sagðist vita þess að þessir aðilar hefðu lagt gríðarlega mikið á sig til að hanna atburðarásina hér á landi sér í vil - og hafi ráðið til þes alls konar aðila, ekki síst almannatengslafyrirtæki sem vel flest hefðu unnið fyrir kröfuhafana á undanliðnum árum.

Mkill hluti starfa þessara almannatengslafyrirtækja hafi farið í það láta ráðamenn líta illa út - og til þess hafi allar leiðir verið notaðar.

Hægt er að nálgast Þjóðbraut í heild sinni á hringbraut.is, svo og fjölmargar stuttar klippur úr þættinum.