Hjólaskautaat í eldhugum

Roller derby er tiltölulega ný íþrótt á Íslandi. Guðný Jónsdóttir eða Ice Sickle kom með Roller derby til landsins heim frá Bandaríkjunum þar sem hún var búsett og kynnist sportinu þar. Roller derby fór hægt af stað fyrst um sinn en fyrsta æfingin var haldin í bílakjallara og mætti meirihluti kvennanna á línuskautum, sem mundi ekki flokkast undir staðalbúnað þar sem ruðningurinn fer fram á hjólaskautum. 

\"\"

Síðan Guðný stofnaði Roller derby Íslands árið 2011 hefur nú margt runnið til sjávar. Árið 2018 varð íþróttin viðurkennd af Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ) undir heitinu hjólaskautaat og fékk félagið þá einnig inngöngu í Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) þar sem þær hafa kost á stuðning félagsins til ferða á mót erlendis.

Árið 2014 var ferðaliðið Ragnarök stofnað og haldið var til Finnlands þar sem fyrstu tveir leikirnir voru spilaðir, og síðar sama ár var fyrsti heimaleikurinn gegn gestaliði frá Frakklandi. Haustið 2016 var landslið Íslands stofnað, sem hélt á Evrópumótið í Belgíu. Árið 2018 var svo haldið á heimsmeistaramótið í Englandi, þar sem fyrsti landsliðssigurinn var unninn gegn liði Costa Rica.

Hjólaskautaat er vaxandi íþrótt og segja má að þar séu sko engin vettlingatök. 

Hér má sjá þáttinn Eldhuga um Roller derby Íslands