Helgi seljan: „er ekki alveg öruggt að utanríkisráðherra hundsar þetta gelt í hvolpum erdogans ?“

Gífurlega mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna komu tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu til landsins. Hafa ásakanir um kynþáttafordóma komið fram ásamt því að kvartað var undan þeim langa tíma sem tók fyrir landsliðið að fara í gegnum vegabréfaskoðun og öryggisleitina á Keflavíkurflugvelli í dag. Samkvæmt Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia, tók það liðið um 80 mínútur að komast í gegnum flugvöllinn.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendi svo frá sér yfirlýsingu í kvöld vegna málsins. Segir Guðlaugur að beiðni frá tyrkneskum stjórnvöldum um flýtimeðferð hafi eingöngu borist nokkrum klukkutímum fyrir komu liðsins og því hafi ekki verið hægt að verða við beiðninni. Landsliðsmenn Tyrklands kvörtuðu mjög undan þessum tíma sem tók að komast í gegnum flugvöllinn. Helgi Seljan, fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu, spyr hvers vegna það er verið að svara fyrirspurn tyrkneskra stjórnvalda vegna þess að einhverjir yfirborgaðir joggingallaeigendur hafi þurft að bíða í röð þegar tyrknesk stjórnvöld hafi ekki enn þá svarað fyrirspurn íslenskra stjórnvalda um Hauk Hilmarsson. 

„Er ekki alveg öruggt að utanríkisráðherra hundsar þetta gelt í hvolpum Erdogans, nema þá að tyrknesk stjórnvöld svari því hvað varð af Hauki Hilmarssyni? Er einhver ástæða til að svara fyrirspurn um hvers vegna einhverjir yfirborgaðir joggingagallaeigendur þurftu að bíða í röð eins og annað fólk?“ Spyr Helgi í Facebook færslu sinni.