Gunnar bragi hætti eða verði rekinn

 

Félagar í Smábátafélaginu Hrollaugi lýsa yfir fullu vantrausti á hendur Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegráðherra og krefjast þess að hann segi af sér sem sjávarútvegsráðherra eða verði sagt upp störfum tafarlaust.

Þetta er meðal þeirra mála sem verða rædd í Þjóðbraut í kvöld. Fyrst við Gunnar Braga sem segist ekki ætla að verða við óskum sjómannanna hornfirsku og eins við Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.

„Gunnar Bragi hefur sýnt það með gjörðum sínum að hann stuðlar að og hvetur til óeiningar og misskiptingar innan strandveiðikerfisins á Íslandi.  Gunnar Bragi ákvað það einn manna og gegn vilja þingmanna þjóðarinnar að færa afkomu 125 strandveiðisjómanna suðursvæðis og fjölskyldna þeirra í sitt eigið kjördæmi. Sjávarútvegráðherra hefur klárlega misnotað vald sitt í eigin þágu sem er gríðarlega alvarlegt mál sem við látum ekki líðast,“ segja sjómennirnir. Gunnar Bragi hafnar að stunda kjördæmapot.

Þetta mikla deilumál verður rætt í Þjóðbrautarþætti kvöldsins.