Gul viðvörun á suðurlandi - vindhviður geta farið yfir 30 m/s

Veðurstofa Íslands varar við miklu hvassviðri á morgun og hafa gefið út gula viðvörun á Suðurlandi.

Viðvörunin er í gildi fram yfir hádegi á þriðjudag og búast má við snörpum vindhviðum við fjöll sem geta farið yfir 30 m/​s.

Fólk á ferðinni um Suðurland er hvatt til þess að fara sérstaklega varlega og aka í samræmi við aðstæður.

Þá varar Veðurstofan sérstaklega við hvassviðri á Kjalarnesi, Hafnarfjalli og við Eyjafjöll. Ökumenn ökutækja sem taka á sig mikinn vind ættu að sýna sérstaka aðgát á meðan viðvörunin stendur yfir.