Guðjón sagði á tjaldsvæðinu hvað myndi gerast: Nokkrum dögum síðar rættist allt saman

Guðjón sagði á tjaldsvæðinu hvað myndi gerast: Nokkrum dögum síðar rættist allt saman

Fyrir margt löngu tjaldaði Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Miðjunnar á Hólum í Hjaltadal. Á svipuðum slóðum var Guðjón Þórðarson sem skömmu áður hafði verið ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu.  Guðjón og Sigurjón sátu saman á bekk, gæddu sér á snúðum og drukku kaffi. Þeir ræddu um næsta leik hjá landsliðinu en heimsmeistarar Frakka með Zidanie í farabroddi voru á leið til landsins til að spila við strákana okkar á Laugardalsvelli. Ógnvekjandi lið og líklega mun sterkari en það sem vann Ísland á Laugardalsvelli í gær. Sigurjón segir:

„Mér leist ekki á blikuna. Guðjón hafði ekki miklar áhyggjur. Sagði þá að leikurinn færi eitt eitt. Ég hváði. Eitt eitt? Hvernig dettur þér það í hug?“

Og Guðjón sagði honum hvers vegna hann væri viss í sinni sök. Guðjón sagði:

„Það fyrsta er að þeir skora eitt mark. Hvernig veit ég ekki, en þeir skora sagði Guðjón. Barthez, markmaður Frakkana, er gallagripur sagði, sagði Guðjón. Hann á það til að hlaupa út úr markinu. Þegar við fáum aukaspyrnu talsvert frá marki mun Rúnar Kristinsson gefa boltann rétt innan við vítateigslínuna. Þá mun Barthez koma hlaupandi úr markinu. Rikki Daða mun vita að boltinn mun koma frá Rúnari. Rikki mun má stökkva upp og skalla yfir Barthez. Í autt markið.“

Það var það sem átti eftir að gerast og allur Laugardalsvöllur ærðist af fögnuði. Gerðist nákvæmlega eins og Guðjón lýsti því á tjaldsvæðinu í Hjaltadal. Sigurjón segir að lokum:

„Ég æfði á þessum tíma í World Class í Hallarmúla. Þegar Frakkaleikurinn nálgaðist giskaði fólk á hvernig leikurinn færi. Allt var skrifað upp á töflu. Ég sagði að leikurinn væri eitt eitt og bætti við að Rikki myndi skora með skalla eftir sendingu frá Rúnari.

Auðvitað hafði ég rétt fyrir mér. Guðjón hafði jú sagt mér það.“

 

Nýjast