Forsetaframboð: þvílík sjálfsánægja!

Njörður P. Njarðvík, rithöfundur og fyrrum íslenskuprófessor við Háskóla Íslands, hefur gefið frambjóðendum til forsetaembættis hér á landi einkunn sem fer nú sem eldur í sinu um netheima. Einkunn prófessorsins er falleinkunn! Njörður skrifaði gagnrýni sína á facebook þar sem hann fer yfir sviðið. Alls munu 12 manns hafa lýst yfir að þá langi til að búa að Bessastöðum. Annar eins fjöldi gæti verið í pípunum.

\"Gömul ráðlegging segir að menn skuli ekki sækjast eftir verkefni sem þeir ráða ekki við. Þegar ég lít yfir nafnalista þeirra sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands, undrast ég stórlega,\" skrifar Njörður P. Njarðvík.

Hann bætir við: \"Ég get ekki séð að neinn þeirra hafi til að bera þá menningarlegu reisn sem þarf til að vera þjóðhöfðingi, gegna æðsta embætti og vera sameiningartákn þjóðar sinnar. Heldur þetta fólk virkilega að það geti fetað í fótspor Kristjáns Eldjárns og Vigdísar FInnbogadóttur?\"

Ekki getur hann í einu orði Ólafs Ragnars Grímssonar sem fyrirmyndar um forseta. En að lokum skrifar menningarfrömuðurinn Njörður P. Njarðvík: \"Hvaðan kemur eiginlega þetta sjálfsálit? Hvar er dómgreind og sjálfsgagnrýni? Hvílík sjálfsánægja!\"