Ásdís olsen ræðir við fjölkær hjón sem eiga allskonar ástar- og kynlífssambönd, þar sem allt er rætt og allir eru vinir.

Polymory er sífellt algengara sambandsform á vesturlöndum og er talað um nýja kynlífsbyltingu í heimspressunni, sem er sögð sú stærsta síðan P-pillann kom á markað um miðja síðustu öld. 

Lykillinn að fjölkærni er að fara ekki á bak við makann sinn og að sambandi við eina manneskju þurfi ekki að útiloka samband við aðra eða draga úr gildi þess, ekki frekar en ein vinátta komi í veg fyrir aðra.  

„Ég þarf að getað daðrað og kysst einhvern og ef mig langar að fara heim með einhverjum, þó það sé bara einu sinni, þá er það allt í lagi líka,“ segir viðmælandi Ásdísar í þættinum í kvöld. 

Margir halda því fram að polyamory sé besta leiðin til að samþætta kynfrelsi, heiðarleika og sambönd. Aðrir telja hins vegar að Polyamory ógni vestrænnni siðmenningu. Einnig má færa fyrir því rök að hjónabandið sér úreld stofnun, hafi ekki snúist um ást heldur verið bakland fyrir konur og umgjörð fyrir barneignir.  

Í þættinum veltir Ásdís því fyrir sér hvort við séum komin þangað í þróunarsögulegu samhengi að við ráðum við ást án eignahalds og skuldbindinga? 

Fygist með á Hringbraut https://www.hringbraut.is/sjonva…/thaettir/undir-yfirbordinu 

Hér má sjá stiklu úr þættinum, en hann verður sýndur kvöld klukkan 20:00 í kvöld á Hringbraut.