Facebook greiðir fólki fyrir persónuupplýsingar

Facebook Research er smáforrit sem fylgist með öllu sem notandi aðhefst í snjallsíma sínum og sendir upplýsingar til Facebook. Facebook safnar þannig ýmsum persónuupplýsingum og þar á meðal hvernig notendum líst á smáforrit keppinauta sinna. Facebook hefur frá árinu 2016 greitt fólki fyrir að hala niður Facebook Research. Vísir.is greinir frá og vísar til umfjöllunar Techcrunch um málið.

Með því að notast við Facebook Research getur Facebook fengið aðgang að helstu persónuupplýsingum notenda, eins og einkaskilaboðum, myndum, tölvupóstum, leitarorðum, vafrasögu og staðsetningu.

Upplýsingafulltrúi Apple segir þetta skýrt brot gegn skilmálum Apple og Facebook staðfesti í kjölfar birtingar fréttar Techcrunch að Facebook Research yrði fjarlægt úr App Store á iPhone símum Apple. Þó verður ennþá í boði að hala niður smáforritinu á símum sem styðjast við Android stýrikerfið.

Umfjöllun um persónuvernd á Hringbraut

Hringbraut hefur að undanförnu gert persónuverndarmálum ítarleg skil. Til að mynda hefur tvisvar verið rætt við Ölmu Tryggvadóttur, persónuverndarfulltrúa hjá Landsbankanum, um nýja og strangari persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins.

Linda Blöndal ræddi við Ölmu um netöryggi og hvernig smáforrit safna upplýsingum:

Linda ræddi nánar við Ölmu um persónuvernd, sem hefur aldrei verið mikilvægari:

Sigmundur Ernir ræddi við Þorvald Henningsson, yfirmann netvarnarþjónustu hjá áhætturáðgjöf Deloitte, um netöryggi: