Ekki lengur sumarhobbý kverúlanta

Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir það bábilju að greinin sé rekin illa menntuðu fólki í láglaunastörfum eins og umræðan hefur oft og tíðum verið um þessa ört vaxandi atvinnugrein. Þetta kom fram í máli hans ói viðskiptaþættinum Hringtorgi ná sjónvarpsstöðinni Hringbraut nú í vikunni.


"Ferðaþjónustan er ekki lengur sumarhobbý einhverra kverúlanta og ekki bara tengd við Icelandair líkt og svo margir vilja halda," sagði Grímur í viðtalinu og notaði tækifærið til að hrekja mýtuna og slá á rangfærslur um lágt menntastig í ferðaþjónustunni og lítil fyrirtæki sem eru sögð með litla arðsemi.  


Hann nefndi sem dæmi fyrirtæki á borð við Íslenska fjallaleiðsögumenn sem hafa sérhæft sig í náttúruferðamennsku. Þeirra velta var um 1, 5 milljarður króna og fyrirtækið vaxið um 200 % næstum frá árinu 2010. "Þetta fyrirtæki, svo dæmi sé tekið, er með yfir 300 manns í vinnu yfir sumartímann og þá meira og minna háskóla- eða sérmenntað starfsfólk," sagði Grímur.