Ekki króna í krabbarannsóknir karla

Ekki hefur einni krónu verið varið til skipulagðra rannsókna á karlmönnum vegna blöðruhálskrabbameins af Krabbameinsfélagi Íslands frá stofnun þess 1951 til 2018 eða í 67 ár.

Þetta er fullyrt á fésbókarsíðu Bláa naglans á alþjóðlegum vakningadegi um krabbameinsrannsóknir, sem haldinn var í gær, en þar bendir forsvarsmaður naglans, Jóhannes V. Reynisson á að það styttist í að Krabbameinsfélagið verði löglegt gamalmenni, þann 27.júní n.k. Og hann er ósáttur við starfsemi þess: \"Félag sem hefur algjörlega mismunað kynjunum, er barn síns tíma og er nú með rangar áherslur,\" skrifar hann og segir áratugi af glötuðum tækifærum vera að baki og að félagið sé \"ofmetið og oflofað.\"

\"Allt hefur sinn þróunartíma,\" skrifar naglinn áfram: \"20. öldin var öld brjósta og leghálskrabbameins,\" bendir hann á, en \"21. öldin er öld erfðarannsókna og öll mein eru undir,\" enda séu nýir tímar, nýjar áherslur og önnur hugsun í gangi.

Bent er á að Blái naglinn hafi undirfarna mánuði verð að undirbúa Samfélagssjóð um erfðarannsóknir, \"fyrir bæði kynin, óhað meinum,\" eins og bent er á á fésbókarsíðu Bláa naglans.