Dýr myndi hafliði allur

Orðið á götunni er að Síminn hafi greitt 1,8 milljarða króna fyrir sýningarréttinn á Enska boltanum – Premier league – og gildir samningurinn til þriggja ára. Kostnaður við útsendingar hér heima, til dæmis gervihnettir og starfsmannahald í kringum útsendingar, er ekki innifalinn.  Þetta þykir hraustleg greiðsla og vandséð hvernig Síminn ætlar að ná þessum peningum tilbaka.  Til samanburðar greiddi Sýn upphaflega um 700 milljónir króna fyrir sýningarréttinn og  var Vodafone síðan tilbúið til að teygja sér upp í 1200 milljónir. Hér er auðvitað himinn og haf á milli og virðist sem Síminn hafi sýnt mikla rausn í tilboði sínu.

Það hriktir í stoðum fjarskiptafyrirtækjanna og fylgitungla þeirra. Í gær var tilkynnt að forstjóri Sýnar, Stefán Sigurðsson, myndi láta af störfum í sumarbyrjun. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var tilkynnt að tveir aðrir lykilstjórnendur félagsins, Björn Víglundsson og Ragnheiður Hauksdóttir, hefðu látið af störfum. Ein ástæðan er slæm staða félagsins þó að aðrar kunni að spila þar inn í líka.

Nánar á

https://www.dv.is/frettir/fastirlidir/2019/03/03/dyr-myndi-haflidi-allur-2/