Dóttir Margrétar í áfalli og slegin við Glæsibæ: Óskar eftir aðstoð lesenda – „Það væri gott að fá nafnið hans“

Dóttir Margrétar í áfalli og slegin við Glæsibæ: Óskar eftir aðstoð lesenda – „Það væri gott að fá nafnið hans“

„Hún var mjög slegin, náföl og sjokkeruð þegar hún kom heim.“

Þetta segir Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur og sú sem heldur um taumana á Stjórnmálaspjallinu á Facebook. Um kvöldmatarleytið þann 15. nóvember var ekið á 16 ára dóttur hennar við gangbraut í Glæsibæ en hún var á leið heim eftir handknattleiksæfingu með Val.

Margrét segir í samtali við Hringbraut að hún óski þess að bílstjórinn gefi sig fram. Bílstjórinn var samkvæmt Margréti á hvítum sendiferðabíl og mátt einnig greina bæði bláa og appelsínugulaliti á farartækinu.

Margrét bætir við að dóttir hennar hafi verið í áfalli og því ekki haft rænu á að taka niður bílnúmerið. Margrét bætir við að bílstjórinn hafi skrúfað niður rúðuna og spurt hvort hún hefði slasast en síðan ekið burt.

Stúlkan var í áfalli og fljótlega við heimkomu var ljóst að hún hafði liðið bæði líkamlegar og andlegir kvalir eftir að bílnum var ekið á hana. Litlu mátti muna að stúlkan hefði beinbrotnað og þykir mikil mildi að svo er ekki.

„Hann keyrði þvert yfir rist hennar og bíllinn skall á læri dóttur minnar. Hún er mjög bólgin,“ segir Margrét og bætir við að það borgi sig að vera með endurskinsmerki í skammdeginu. Bætir Margrét við að krökkum á þessum aldri þyki ekki mikið til endurskinsmerki koma en eftir áreksturinn hafi dóttir hennar samþykkt að ganga með slíkt merki.

Þá bætir Margrét við að hún hafi fengið nokkrar ábendingar um hver bílstjórinn sé en dóttir hennar sagði hann vera skeggjaðan eldri mann og þá væri hann fremur þéttvaxin. Margrét vill koma skilaboðum til mannsins. Hún segir:

„Það væri gott að fá nafnið hans en við vonum að hún hafi sloppið með skrekkinn. Kannski fékk hann áfall sjálfur og keyrði í burtu án þess að hugsa nánar út í hvað hafði gerst,“

sagði Margrét og bætti við að lokum:

„Ég vil líka ítreka fyrir öllum bílstjórum sem keyra á gangandi vegfarendur að stöðva og skilja eftir upplýsingar. Þeir geta einnig hringt í 112 áður en ekið er á brott, því maður veit aldrei hvaða afleiðingar þetta getur haft í för með sér. Oft kemur það ekki í ljós fyrr en eftirá.“

Þá vill Margrét koma þessum skilaboðum á framfæri:

„Vinsamlegast deilið, við þurfum að ná tali bílstjóranum.“

Nýjast