„djarfur kapall hjá bjarna“

Borgar Þór Einarsson, lögmaður og nýráðinn aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarssonar, nýs utanríkisráðherra og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur segja stöðu Bjarna Benediktossonar, formanns Sjálfstæðisflokksins aldrei hafa verið jafn sterka.

Borgar Þór hefur lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og er nýverið tekinn við sem aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu. Kristrún starfaði einnig áður sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra í tíð Ingibjargar Sólrúnar.

Þau ræða nýja ríkisstjórn við Lindu Blöndal á Þjóðbraut í kvöld.

Borgar segir kapal Bjarna um ráðherrasamsetningu flokksins „djarfa“ þar sem farið er neðar á framboðslista en nokkru sinni fyrr til að sækja ráðherra Aðspurður af hverju Bjarni hafi ekki sótt konur, líkt og vantaði í ráðherrahópinn, utan þings enda fordæmi fyrir því hjá honum, segir Borgar Þór að þingflokkurinn hafi einfaldlega verið samstíga og sammála um að gera það ekki. Kristrún tekur undir að Bjarni sé djarfur og telur þá leið sem Bjarni fór bera vott um „mikið sjálfstraust“ hans.

Naumur meirihluti nýrrar stjórnar, eða eins manns, er ekki ávísun á veika stjórn, segir Borgar Þór og tekur dæmi um stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar frá 2007 sem hafi haft mjög mikinn meirihluta en ekki haft samsvarandi styrk. Kristrún sagði þá um möguleikann hjá Bjartri framtíð, Óttarri og Björt Ólafs að segja sig frá þingmennsku vegna ráðherrastarfsins, vera skynsamlega. „Það eru engar reglur brotnar með því“, segir hún. Borgar Þór segist vera hlynntari því að almennari reglu gildi um slíkt en við þetta sé ekkert athugavert.