„brandari ársins – þetta fer í skaupið“

„Mogginn fékk Hannes Hólmstein til að skrifa ritdóm um Í víglínu íslenskra fjármála, bók Svein Harald Øygard um Hrunið sem Hannes og félagar bjuggu til. Hannes var ekki hrifinn af bókinni.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins. Þar er gagnrýnt að Hannes hafi verið úthlutað plássi í Morgunblaðinu til að slátra bók fyrrverandi seðlabankastjóra en Sven var settur seðlabankastjóri á Íslandi um stutt skeið eftir hrun.

Það sem þykir í meira lagi undarlegt er að afar kært er með Hannesi og Davíð og eru þeir nánir vinir. Davíð var eins og flestir vita Seðlabankastjóri í hruninu. Hannes hefur ítrekað tjáð sig opinberlega, varið vin sinn og haldið fram Davíð eigi enga sök á því að hér varð hrun.

Davíð var settur af sem seðlabankastjóri og Sven Harald tók við tímabundið. Davíð varð síðan ritstjóri Morgunblaðsins. Bók Sven Harald kom út í haust þar sem m.a. er sagt að örlög Íslands hafi ráðist á heimili Davíðs þar sem stjórnendur stærstu bankanna komu saman til fundar. Davíð átti svo eftir að veita Kaupþingi umdeilt lán rétt áður en bankinn féll.

\"\"

Davíð hefur ásamt Hannesi gagnrýnt Sven Harald og nú fær Hannes stórt og mikið pláss til að tæta eftirmann Davíðs í sig. Finnst mörgum Hannes vera vanhæfur til að skrifa dóm um verk sem birtist í blaði sem vinur hans og fyrrverandi seðlabankastjóri ritstýrir.

Fjörugar umræður hafa átt sér stað á Sósíalistaspjallinu og víðar á samfélagsmiðlum. Ummæli Viðars Eggertssonar leikara og leikstjóra lýsa skoðunum flestra á að það hafi komið í hlut Hannesar að gagnrýna verkið en hann segir:

„Atvinnuspaugararnir geta pakkað saman. Hafa ekki roð í HHG sem Mogginn (DO) fékk til skrifar ritdóm um bók sem fjallar um Hrunvaldanna.“ Þá segir Sonja B. Jónsdóttir: „Brandari ársins - þessi fer í Skaupið“. Undir það tekur Guðrún Ögmundsdóttir fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar en hún segir: „Skaupið alveg.“