Boginn spenntur til hins ítrasta í síðustu við­ræðum

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir laun hafa hækkað gríðarlega á síðustu þremur árum, eða frá síðustu kjarasamningslotu. Segir hún að ekki hafi verið innistæða fyrir kauphækkunum þeirra kjarasamninga sem nú eru að renna út og fjöldi fyrirtækja hafi undanfarið þurft að grípa til fjölda uppsagna. 

Guðrún var gestur í Vikulokunum á Rás 1 í dag ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, þar voru kjaramálin til umræðu, en fjöldi kjarasamninga renna út á næstu mánuðum. 

„Laun hafa hækkað gríðarlega mikið á þessum samningstíma sem nú er. Kaupmáttur launþega er 25 prósent hærri en hann var árið 2015 og þetta er staðreynd. Kaupmáttur lægstu launa er þrjátíu prósent hærri en hann var 2015,“ sagði Guðrún. „Þannig að í síðustu kjarasamningum hækkuðu laun verulega, mun meira en í þeim löndum sem við berum okkur saman við og við eigum í samkeppni við.“

https://www.frettabladid.is/frettir/vidraedur-ennt-bogann-til-hins-itrasta