Björgvin karl í eldhugum

Björgvin Karl Guðmundsson er Eldhugi kvöldins. 

Björgvin iðkaði íþróttir alla sína barnæsku og var meðal annars í fótbolta, fimleikum, hjólabretti og snjórbretti. Hann sá það alltaf fyrir sér að íþróttir mundu spila stóran þátt í sínu lífi en hvaða íþrótt það yrði kom honum á óvart. Björgvin fann strax á sinni fyrstu Crossfit æfingu árið 2012 að þarna væri hann á heimavelli því einungis ári seinna tók hann þátt í Evrópuleikunum. Óhætt er að segja að boltinn rúllaði hratt þaðan í frá. 

\"\"

Björgvin hefur náð gríðarlegum árangri á heimsvísu í Crossfit en hann hefur ná 3.sæti á heimsleikunum tvisvar sinnum og 5.sæti einnig í tvígang. Það gerir hann óneitanlega með hraustari mönnum heims. 

Björgvin segir sögu sína í þættinum Eldhugar í kvöld kl 21:30