Björgúlfur: „ég vil auðvitað trúa því að fyrirtækið lifi þetta af“ - gat ekki svarað hvað væri rangt við fréttaflutning í máli samherja

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja sagði, í viðtali hjá Morgunútvarpinu á Rás2 í morgun, að hann trúi því að fyrirtæki muni lifa af meintar mútugreiðslur fyrirtækisins til háttsettra embættismanna í Namibíu. Nú þegar hefur Héraðssaksóknar, Ríkisskattstjóri, Norsk yfirvöld og yfirvöld í Namibíu hafið rannsókn á fyrirtækinu og starfsemi þess. 
 
„Ég vil auðvitað trúa því að fyrirtækið lifi þetta af. Eitt af þeim hlutverkum sem ég horfi til sem starfandi forstjóri félagsins er að tryggja að starfsemin gangi. Það er alveg ljóst að svona mál geta, og hafa auðvitað áhrif, það geta verið viðskiptavinir félagsins víða sem þetta getur haft áhrif á. En það er auðvitað mitt hlutverk og stjórnenda að tryggja það að félagið geti haldið áfram starfsemi.“ sagði Björgólfur í viðtali hjá Morgunútvarpinu á Rás2 í morgun. 
 
Sigmar Guðmundsson, fréttamaður RÚV, gekk hart að Björgúlfi varðandi orða hans um að fréttaflutningur Kveiks og Stundarinnar um málefni Samherja væri ekki alveg réttur. Sigmar vildi vita hvað Björgúlfur meinti með þessum orðum sínum en hann svaraði engu. Björgúlfur segir að um norsk lögmannsstofa muni rannsaka málið ítarlega, en Samherji greiðir fyrir þá rannsókn sjálfir.
 
„Ég segi það bara að auðvitað er umfjöllun Stundarinnar mjög alvarleg, það eru alvarlegar ásakanir þarna á ferðinni. Stjórn Samherja tók strax ákvörðun um það að ráða lögfræðistofu til þess að fara yfir þessi mál og koma með niðurstöðu. Þannig að stjórnin tekur þessu mjög alvarlega, þetta eru stórar ásakanir og ber að horfa á sem slíkar og mikilvægt að það verði gefið svigrúm fyrir þessa lögfræðistofu í Noregi að fara yfir þessi mál og koma með niðurstöðu.“
 
Björgúlfur var einnig spurður af hverju hann ákvað að taka starfið eftir að málið kom upp. Segir hann að hann hafi nú ekki haft mikinn tíma til að hugsa sig um það, þar sem hann fékk símhringingu með tilboðinu seint á miðvikudagskvöldið í síðustu viku, en hann tók við starfinu daginn eftir.
 
„Ég hafði ekkert mikinn tíma til að hugsa mig um í því, ég fékk bara hringingu seint á miðvikudagskvöldið. Ég hef skýrt það út að ég er búinn að þekkja þá frændur mjög lengi. Ég fann auðvitað þungan í þessu samtali og mér fannst að mér liði bara betur að taka þetta að mér, þetta er stórt fyrirtæki og ég þekki marga starfsmenn og mér þykir vænt um félagið. Ég var ekki hluti af starfseminni sem þú ert að vitna til en ef það færi þannig að það hefði áhrif á störf mín annars staðar þá verð ég bara að takast á við það.“