Áslaug arna um mannanafnanefnd: „ég held að hún sé úrelt“ - líklegt að nefndin verði lögð niður

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að mannanafnanefnd sé úrelt og að það sé mikilvægt að breyta lögum um nefndina.
 
„Ég held að hún sé úrelt eins og lögin eru um hana í dag og ég held það sé mikilvægt að stíga það skref að breyta þessum lögum,“ sagði Áslaug Arna í samtali við RÚV.
 
Áslaug Arna hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga, en samkvæmt því frumvarpi verður afnumið þær takmarkanir sem eru í núverandi lögum um mannanöfn. Áslaug segir að frumvarpið verði lagt fram á næsta ári og segist hún vera bjartsýn. Þá segir hún að hún finni fyrir miklum stuðningi fyrir að breyta þessum lögum frá fólki sem hefur lent í kröggum vegna ákvarðananna mannanafnanefndar.
 
„Það mun aðeins koma í ljós hvaða leið ég fer á næsta ári þegar ég legg fram frumvarpið en ég er mjög bjartsýn um að ná einhverjum breytingum á þessum lögum í gegn og ég held að það sé mjög mikilvægt og hef heyrt mikinn stuðning þess efnis. Ekki bara á þinginu heldur út í samfélaginu og frá fólki sem hefur lent í kröggum út af þessari nefnd.“