Aðvörun frá lögreglunni: vekjum athygli á veðurspánni fyrir næsta sólarhring

„Við vekjum athygli á veðurspánni fyrir næsta sólarhring, en á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan 10-18 m/s á morgun og rigningu, talsverðri um tíma, en hægari S-læg átt annað kvöld og úrkomuminna.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir enn fremur:

„Hiti 7 til 13 stig. Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa og er fólk hvatt til að sýna aðgát og einnig að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.“