Þorgrímur áhyggjufullur: „Við foreldrar þurfum að vakna“

Þorgrímur áhyggjufullur: „Við foreldrar þurfum að vakna“

„Helstu rökin fyrir styttingu framhaldsnáms á sínum tíma, að mati ,,sérfræðinga“, voru þau að það væri fjárhagslega hagkvæmt fyrir samfélagið að fá ungt fólk fyrr út á vinnumarkaðinn. Líklega satt og rétt. En það reiknaði enginn út eða benti á, hversu fjárhagslega óhagkvæmt það væri að huga ekki að andlega þættinum. Núna er fjöldinn keyrður hratt í gegnum ,,kerfið“ með tilheyrandi kvíða, þunglyndi, áhyggjum, stressi, samanburði og brottfalli úr íþróttum.“

Þetta segir Þorgrímur Þráinsson í pistli á fésbókar-síðu sinni og spyr:  

„Hver skyldi samfélagslegur kostnaður vera vegna þess?“

Vill hann leggja aura og krónur til hliðar. Þá segir Þorgrímur fyrstu æviárin vera þau mikilvægustu og þess vegna sé ekki nóg að ræða eingöngu sálfræðiþjónustu í grunnskólum, heldur hvernig við komum fram við börnin fyrstu æviárin. Sé komið fram við krakkana af alúð á fyrstu árunum þurfi litla sem enga sálfræðiþjónustu í grunnskólum eftir áratug. Þorgrímur segir:

„Það virðist alltaf vera til fjármagn til að ,,plástra“ (sem betur fer) en litlir sem engir peningar í það sem skiptir mestu máli. Læsi er eitt mikilvægasta lýðheilsumál þjóðarinnar, dagleg kröftug hreyfing, hollur matur og góður svefn. Hvernig ætlum við að tækla það?“ Þá segir Þorgrímur að lokum:

„Við foreldrar þurfum að vakna, reyndar við öll - og setja af stað framkvæmdaáætlun.“

Nýjast