Katrín og Erla heiðra konur í rokki

Katrín og Erla heiðra konur í rokki

Mynd: Yalon Schori / Erla Stefánsdóttir
Mynd: Yalon Schori / Erla Stefánsdóttir

Söngkonan Katrín Ýr og bassaleikarinn Erla Stefánsdóttir standa fyrir sannkallaðri tónlistarveislu á laugardagskvöldið næstkomandi. Þær tóku sig saman og ákváðu að hylla konur í rokki með slögurum sem koma allir úr vopnabúrum kvenna víðs vegar úr heiminum.

„Við höfum ekki haldið þessa tónleika áður, en langaði að setja saman tónleika af lögum sem að við höfum gaman af að spila/syngja. Lagalistinn er algjört „sing-a-long“ og er fullur af nýjum og eldri lögum. Þetta verður svolítið mikil nostalgía líka,“ segir Katrín í samtali við Hringbraut.

Katrín hefur búið í London undanfarin þrettán ár þar sem hún starfar sem tónlistarkona og raddþjálfari. Þar hefur hún starfað með fjölda tónlistarmanna á borð við Jamie Cullum, Ray BLK Tim Rice og fleiri.

Mynd: Al Stuart / Katrín Ýr

Erla hefur starfað við tónlist frá unglingsárum og spilaði hún meðal annars á tónlistarhátíðinni Glastonbury í sumar.

Tónleikana settu vinkonurnar saman með VOX Collective í London og munu þær heiðra meðal annars; Cranberries, Janis Joplin, 4 Non Blondes, Evanescence, Skunk Anansie, Alanis Morrisette, No Doubt og fleiri. Það ættu því allir að geta farið heim ánægðir eftir kvöldið.

Tónleikarnir verða haldnir eins og áður sagði á laugardagskvöldið 2. nóvember á Hard Rock Café og má finna upplýsingar um viðburðinn hér.

Nýjast