Vig­dís missti bróður sinn: „Hann var gim­steinninn í lífi mínu“

Vig­dís Finn­boga­dóttir, fyrr­verandi for­seti Ís­lands, varð fyrir miklu á­falli sumarið 1952 þegar bróðir hennar, Þor­valdur Finn­boga­son, lést af slys­förum. Þor­valdur drukknaði í Hreða­vatni en skömmu áður hafði hann orðið stúdent.

Í dag verður heimildar­mynd um Vig­dísi sýnd á RÚV, en um er að ræða mynd eftir Steinunni Sigurðar­dóttur sem fyrst var sýnd árið 1995. Vig­dís varð sem kunnugt er ní­ræð á dögunum en hún gegndi em­bætti for­seta Ís­lands á árunum 1980 til 1996.

Á vef RÚV er birt brot úr myndinni en þar ræðir Vig­dís meðal annars um bróður­missinn.

„Það var að­eins eitt og hálft ár á milli okkar þannig að við ó­lumst upp sem leik­fé­lagar. Ég var stóra systir og ég gætti hans á­kaf­lega vel. Hann var gim­steinninn í lífi mínu og á­kaf­lega gjörvu­legur drengur.“

Vig­dís segist hafa verið hreykin af bróður sínum og minnist hans með mikilli hlýju. „Hann stálpaðist og þroskaðist til þess að verða góður stærð­frææðingur,“ segir hún og bætir við að faðir hennar hafi sagt, þegar bróðir hennar dó, að Vig­dís hefði misst mest við frá­fall Þor­valdar.

„Ég horfði á hann af því mér fannst þau hafa misst svo mikið. Eftir því sem árin liðu þá skynjaði ég sann­leikann í því vegna þess að ég missti þann föru­naut sem hefði fylgt mér alla ævi og miklu lengur en þau. Og ég sakna hans mjög mikið enn þann dag í dag.“

Myndin er á dag­skrá RÚV í dag klukkan 16:30.