„Afsakið óþægindin en ég varð fyrir nettu sjokki í bíó á sunnudaginn síðasta 13. Nóvember, vorum á Black Panther kl 16:45 í Egilshöll, þar sat maður fyrir framan mig og barn hægra megin við hann (kannski hans) og móðir barnsins við hliðin á barninu,“ segir í nafnlausri frásögn í Facebook hópnum Stöndum Saman- Verndum börnin, enMannlíf greinir frá.
Sá sem segir frá var staddur á umræddi sýningu í Egilshöll segist hafa orðið vitni að barnaníði en ekki þorað að segja neitt.
„Móðirin fer í símann í hléinu (held ég) og myndin byrjar aftur en þá þegar maðurinn var einn með barninu byrjaði hann að strjúka stráknum á innravert lærið alveg hjá hans einkastað og gerir það mjög lengi, barnið reynir að fá hendina í burtu með því að skoppa í sætinu smá og ég sparka létt í sætið hjá manninum. Hann er enn þá þarna með hendina og svo þegar konan kemur snertir hann ekki barnið restina af myndinni,“ segir enn fremur í færslunni.
Sá sem skrifar vonat til þess að móðir barnsins lesi skilaboðin og komi þannig í veg fyrir að maðurinn haldi áfram að brjóta á barninu.
„Þau sátu á bekk E fyrir miðju og konan var svart hærð í ljósum gallabuxum, falleg og með í vörunum. Þetta er það sem mig datt í hug að gera eftir að ég ráðfærði mig við vinkonu mína… ef þú kannast við að vera þessi móðir þá langar mig að biðja þig afsökunar á að ekki hafa þorað að gera neitt í þessu. Ég bara fraus en mig langaði að öskra. Vildi að ég eða einhver náinn þér gæti knúsað þig núna, mig þykir innilega fyrir þessu,“ segir þar enn fremur.