Upplifun sem á sér enga líka í Bjórböðunum

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar hin margrómuðu Bjórböð og Bruggsmiðjuna Kalda á Árskógsströnd sem tilheyrir Dalvíkurbyggð. Bjórböðin eru hluti af starfsemi Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi sem stofnuð var árið 2006 af hjónunum Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafssyni. Sagan um úrræðagóðu hjónin á Árskógssandi sem veita fjölda manns vinnu er orðin alþekkt hérlendis og þessi einstöku bjórböð hafa laða að.

Bjórböðin 3.jpeg

Sjöfn hittir Agnesi, framkvæmdastjóra og einn eiganda Bjórbaðanna, frumherjann í ölhúsavæðingu Íslendinga og tengdadóttur hennar, Ragnheiði Ýr Guðjónsdóttur rekstrarstjóra, þar sem þær fara yfir söguna um tilurð Bjórbaðanna en Bjórböðin eru einu sinnar tegundar á Íslandi og meira segja á öllum Norðurlöndunum.

Gaman er að segja frá því að Agnes fékk hugmyndina að bjórböðum á Árskógsströnd í Tékklandi en hjónin höfðu farið með foreldrum Agnesar og þáverandi bruggmeistara í heimsókn til Tékklands árið 2008 þegar bjórframleiðslan var tiltölulega ný. „Þar kynntumst við bjórböðum og menningunni í kringum þau og heilluðumst strax. Fyrstu árin eftir opnun bruggverksmiðjunnar hér heima var engin leið að huga að slíku fyrir ferðamenn en mér varð ljóst að slíkur staður gæti orðið einstakur á Íslandi og mikilvæg búbót fyrir samfélagið í heild sinni þegar kemur að atvinnu,“ segir Agnes.

Eftir að hefðbundin bjórframleiðsla var komin í gott jafnvægi var farið að huga að opnun baðanna sem hafði blundað þessi ár í Agnesi og var fyrsta skóflustungan að byggingu bjórbaðanna tekin árið 2016 og þau opnuð árið 2017. „Það segir sig sjálft að án bruggverksmiðju gengur erfiðlega að bjóða upp á bjórböð,“ segir Agnes og bætir við að aðalefniviðurinn í böðin komi úr bruggsmiðjunni.

Gestum Bjórbaðanna er boðið upp á upplifun sem á sér enga líka en þeir baða sig í sérhönnuðum bjórbaðskerjum í svokölluðum ungum bjór sem er lifandi bjór með geri, humlum, vatni, bjórolíu og bjórsalti. „Þetta er hið fínasta spameðferð og húðin verður silkimjúk en það eru áhrif virku efnanna í bjórnum sem eru svo fyrir húð og hár,“ segir Agnes. Sumir segja að það sé töframáttur í bjórböðunum, upplifunin er slík.

Bjórböðin 1.jpeg

Í híbýlum Bjórbaðanna er líka glæsilegur veitingastaður, þar sem innréttingarnar og umgjörð mynda eina glæsilega heild en húsið mikið prýði fyrir byggðarlagið og útsýnið ægifagurt. „Við nýtum bjórinn í matargerðina hér og erum ávallt með ferskt og nýtt hráefni úr héraði, þar meðal sjávarfangið,“ segir Ragnheiður en hún stýrir rekstrinum á Bjórböðunum. „Á matseðlinum er til dæmis hægt að fá bjórhamborgara og djúpsteiktan humar sem velt er upp úr bjórdeigi.“

Bjórböðin 4.jpeg

Þegar Bjórböðin eru heimsótt er ekki hægt að sleppa aðalstaðnum, Bruggsmiðjunni Kalda, þar sem ævintýrið allt saman hófst. Þar fer öll framreiðslan fram og bjórinn verður til. Sigurður Ólafsson, sonur Agnesar og eiginmaður Ragnheiðar er yfirbruggmeistarinn í dag stendur vaktina þar og situr ekki auðum höndum. „Það dugar ekki fyrir okkur að framleiða fimm tegundir yfir allt árið heldur gerum við ríflega annað eins af árstíðabundnu öli,“ segir Sigurður. Svo er fjölskyldan að breyta gömlu fiskhúsi fyrir neðan bakka í gistiheimili, en þar verða sextán herbergi þegar allt verður kvittað og klárt.

Bjórböðin 7.jpeg

Meira um Bjórböðin og töframátt þeirra í þættinum Matur og Heimili klukkan 21.00 í kvöld á Hringbraut.

Hér má sjá brot úr þætti kvöldsins: