Lækna-Tómas ósáttur með íslensk stjórnvöld: „Herfi­­leg mis­tök“

Skurð­læknirinn Tómas Guð­bjarts­son er allt annað en sáttur með á­kvörðun ís­lenskra stjórn­valda og lætur þau heyra það í grein í Frétta­blaðinu í dag.

„Það voru herfi­­leg mis­tök hjá ís­­lenskum stjórn­völdum að nýta sér ekki for­­kaups­rétt að jörðinni Hjör­­leifs­höfða á Mýr­­dals­­sandi. Í staðinn keypti hana gírugt þýskt náma­­fyrir­­­tæki, STEAG Power Minerals, sem á­ætlar að vinna þar allt að 146 milljónir m3 af efni á allt að 15,5 km2 land­­svæði, stein­snar frá náttúru­­perlunni Hafurs­ey. Vikurinn á að nota sem í­blöndunar­efni fyrir sement og verður hann fluttur land­­leiðina til Þor­láks­hafnar, og þaðan til sements­­fram­­leið­enda í Evrópu og Norður-Ameríku,“ skrifar Tómas.

Hann varpar upp spurningunni hvort Suður­lands sé fyrir vöru­bíla?

„Þegar vinnslan verður komin á fullt er á­ætlað að risa­flutninga­bílar aki 120 ferðir á dag, 180 km leið með sam­tals 1 milljón tonna af vikri á ári, eða á korters fresti allan sólar­hringinn ef miðað er við 249 vinnu­­daga á ári. Þessar tölur má síðan tvö­falda þegar tekinn er með akstur tómra vöru­bíla austur á Mýr­­dals­­sand. Þessi stór­karla­­legu á­­form eru al­­gjör­­lega út úr korti og falla engan veginn að í­­mynd Ís­lands og þeirri ó­­snortnu náttúru sem þar er að finna; náttúru sem okkur ber skylda til að varð­veita en ekki rústa og bók­staf­­lega selja til er­­lendra auð­hringa. Náma­­gröftur mun einnig stór­skaða ört vaxandi ferða­manna­­þjónustu í Mýr­­dals­­hreppi.“

„Vikur­­námurnar verða stað­­settar í næsta ná­grenni Hafurs­eyjar, sem er með fal­­legri fjöllum á Ís­landi og er náttúru­­perla sem því miður er flestum lítt kunn. Það rétt­lætir þó ekki að ná­grenni hennar sé eyði­lagt, enda lík­­legt að Hafurs­ey verði vin­­sæll við­komu­­staður ferða­manna í náinni fram­­tíð. Grónar hlíðarnar, sem teygja sig niður að rótum fjallsins, kalla á at­hygli, enda í full­kominni and­­stöðu við annars bik­­svartan sandinn. Svona um­­hverfi á fáa sína líka og fjallið hefur löngum verið vin­­sælt mótív ljós­­myndara eins og RAX og Páls Stefáns­­sonar. Skammt frá Hafurs­ey eru síðan fleiri ein­stakar náttúru­­perlur eins og Hjör­­leifs­höfði, Þak­gil með Höfða­brekku­af­rétti og síðast en ekki síst ís­hellarnir stór­­kost­­legu í Kötlu­­jökli,“ skrifar Tómas.

Tómas er allt annað en sáttur með að þunga­flutninga fram hjá náttúru­perlum Ís­lands.

„Vöru­bílarnir munu aka í gegnum Vík í Mýr­­dal, vina­­legan smá­bæ sem er orðinn einn vin­­sælasti ferða­manna­­staður landsins. Enda státar hann af ein­stakri sand­­strönd og út­­sýni að reisu­­legum Reynis­dröngum. Stað­­reyndin er sú að í dag byggja lang­f­lestir í­búar Víkur af­komu sína á ferða­­þjónustu og erfitt er að sjá hvernig námu­­gröftur í næsta ná­grenni, með til­­heyrandi þunga­flutningum í gegnum bæinn, geti farið saman við miklu þýðingar­­meiri ferða­­þjónustu þar. Á leiðinni til Þor­láks­hafnar verða síðan fleiri stór­­kost­­legir ferða­manna­­staðir á leið vöru­bílanna, eins og Sól­heima­­jökull, Skóga­­foss og Selja­lands­­foss. Í dag annar Suður­lands­vegur ekki þeirri þungu um­­­ferð sem um hann fer og vegurinn getur engan veginn tekið við stór­auknum þunga­flutningum, hvað þá í­búar á Hvols­velli og Hellu,“ skrifar Tómas.

„Rök þeirra sem standa að vikur­greftrinum er að um um­­hverfis­væna starf­­semi sé að ræða; full­yrðing sem fær engan veginn staðist. Það er rétt að við vinnslu sements er víða notast við kola­ösku sem fellur til við kola­brennslu, og er ætlunin að vikurinn af Mýr­­dals­­sandi komi í stað hennar. Þessi rök halda ekki því að það er ekkert um­­hverfis­vænt við að keyra vikur tæp­­lega 200 km leið á risa­­stórum vöru­bílum og flytja hann síðan sjó­­leiðina yfir At­lants­hafið. Þar þarf síðan að flytja hann á­­fram til fram­­leið­enda með lestum eða vöru­bílum, og til­­heyrandi kol­efnis­­spori.“

„Vikur­­nám á Mýr­­dals­­sandi er hús byggt á sandi, og best að þessi ger­ræðis­­legu á­­form verði stöðvuð strax. Námu­­gröftur í næsta ná­grenni við náttúru­­perlur eins og Hafurs­ey og Kötlu­­jökul truflar heil­brigða skyn­­semi þar sem ó­­snortin ís­­lensk náttúra er gerð að út­flutnings­vöru.

Vonandi munu ís­­lensk stjórn­völd hysja upp um sig brókina og hafa þor til að leið­rétta mis­tökin á Mýr­­dals­­sandi, nema Katla taki af skarið og skoli gröfunum á haf út við Hjör­­leifs­höfða. Þar kom jú í land Hjör­­leifur fóst­bróðir Ingólfs Arnars­­sonar fyrir tæpum 1200 árum síðan, og þótti út­­sýnið ein­stakt, skoðun sem flestir en því miður ekki allir deila,“ skrifar Tómas að lokum.