Tjáir sig um árásina við Dalskóla og gagnrýnir lögregluna: „Langar að öskra“

Baráttukonan Ólöf Tara hefur tjáð sig um árás sem átti sér stað við Dalskóla í vikunni. Þar réðst maður á fyrrverandi eiginkonu sína með öxi, en mörg vitni urðu að árásinni. Fjölmiðlar hafa fjallað um málið síðustu tvo daga.

Lögreglan hefur greint frá því að málið sé rannsakað sem tilraun til manndráps, þó hafi konan ekki verið í lífshættu. Ólöfu finnst sérstakt að fullyrða það, að hún hafi ekki verið í lífshættu, en eðli árásarinnar vegna hljóti hún að hafa verið í lífshættu.

„Þegar maður ræðst að konunni með vopni þegar hún er að sækja börnin sín í skólann að þá er hún í lífshættu.“ skrifar Ólöf á Twitter og gagnrýnir lögreglunnar:

„Þetta er undirstrikun þess hvað lögreglan er vanhæf. Langar að öskra.“