Tekur upp hanskann fyrir Ivu og fær að heyra það frá Jóhannesi: „Þú ert alveg út í skurði Brynjar minn“

Brynjar Níels­son, að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra, er allt annað en sáttur með Ferða­mála­stofu fyrir að hafa klippt Ivu Marin úr aug­lýsingu sinni vegna tengsla hennar við LGB-teymið en sam­tökin hafa verið gagn­rýnd fyrir trans­fóbíu.

„Þetta mál sýnir hvað auð­velt er að fá okkur til að taka þátt í kúgun og of­beldi gagn­vart öðru fólki. Við hrökklumst alltaf undan of­s­tækis­liðinu í stað þess að bjóða því birginn. Þótt Iva Marín sé blind er hún með betri sýn en við flest og er greini­­lega skel­egg og bráð­vel­­gefin. Hún er mál­efna­­leg og kemur hugsun sinni vel frá sér. Hún er efni í góðan lög­­fræðing,“ skrifar Brynjar um Ivu.

Fjöl­margir taka undir með Brynjari þar á meðal bróðir hans Gústaf Níels­son sem segir að þetta sýni að kerfis­legt of­beldi hefur náð að hreiðra um sig í sam­tíð okkar.

„Ó­­­trú­­legt að for­­stöðu­­maður, sem sækir að­­stoð hjá lands­­mönnum, sjái ekkert að því að van­virða tjáningar­­frelsi lands­manna, þar að auki eigin skjól­­stæðinga og mann­auðs. Ein­stak­­lega ó­­­merki­­legt,“ segir Júlíus Þór bess Rik­harðs­son.

Ekki eru þó allir sam­mála Brynjari og segja margir honum að skoða sam­tökin sem Iva er bendluð við. Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjónustunnar, er meðal þeirra sem láta Brynjar heyra það.

„Þetta mál sýnir hvað auð­velt er að fá okkur til að taka þátt í kúgun og of­beldi gagn­vart öðru fólki." Þarna hittirðu naglann beint á höfuðið, það er jú ein­mitt stóra vanda­­málið. Gallinn er að þú ert alveg úti í skurði Brynjar minn, því að minni­hluta­hópurinn sem verður fyrir of­beldi og kúgun í stærra sam­henginu hér er ekki blindar söng­­konur sem fá ekki að vera með í aug­­lýsinga­­mynd­böndum því þær hafa ýmigust á trans fólki, heldur trans fólkið sjáðu til. Fólk hefur fullt mál­frelsi. Fólk hefur hins vegar ekki frelsi frá því að annað fólk, sam­tök eða stofnanir hafi skoðanir á því sem það segir og gerir, og taki á­kvarðanir út frá því um hvort það á heima í kynningar­­mynd­böndum. Eða til upp­­rifjunar,“ skrifar Jóhannes og birtir mynd sem má sjá hér að neðan.

„Fólk má hafa þá skoðun og frelsi til að tjá hana“

Júlíus Þór var ekki á­nægður með svar Jóhannes og svarar honum fullum hálsi:

„Fólk hefur mál­­frelsi og tekur af­­leiðingunum... Það getur verið í formi per­­sónu­­legrar höfnunar og flestir vita það. Fyrir nokkrum árum vissu hins­vegar nánast allir að þú ferð ekki svo langt að þú tekur lífs­viður­væri af fólki eða notar beint vald þitt til að þagga í við­komandi þegar þér líka illa við skoðanir þeirra. Flestir stjórn­endur virtust hafa hóg­­værðina til að viður­­kenna að kannski hefur hin manneskjan rétt fyrir sér en yfir­­­maðurinn ekki. Þannig viður­­kennir hann á­­gæti lýð­ræðis og temur sér kær­­leiks­­ríka hugsun í garð náunga síns. Það sem þú talar um varðandi sam­tök og stofnanir er gjarnan kallað vald­­níðsla.“

Jóhannes gefur lítið fyrir svör Júlíusar og bendir honum á ða það sé ekki verið að þagga niður í neinum hér. „Var Iva ekki í bæði út­­varps­við­tali og öðrum fjöl­­miðlum í dag? Hér eru fé­laga­­sam­tök og stofnun að velja sér tals­­menn fyrir kynningar­her­ferð, og taka í reikninginn að at­hygli vegna um­­­deildra mála gætu dregið at­hygli frá skila­­boðum her­­ferðarinnar. Það er al­þekkt að­­ferða­­fræði í aug­­lýsinga­­mennsku og al­manna­­tengslum.Varðandi kær­­leiks­­ríka hugsun í garð náunga sinna legg ég til að þú kíkir á mál­flutning hópsins sem Iva hefur lagt nafn sitt við og veldur því að hún þykir ekki heppi­­legur tals­­maður í þessu til­­­felli. Þar er djúpt á kær­­leikanum gagn­vart náunganum, nema ná­unginn falli innan þess ramma sem sá hópur telur sér þóknan­­legan.“

Brynjar mætir þá í eigin at­huga­semdir og svarar Jóhannesi: „Margt fólk hefur ýmigust á mér og mínum sjónar­miðum. Fólk má hafa þá skoðun og frelsi til að tjá hana. Ég er ekki að heimta að það verði út­­skúfað vegna þeirra skoðunnar eða mega ekki vera í kynningar­­mynd­böndum um ó­­­skylt efni. Þeir sem skilja ekki muninn á þessu ættu ekki að tjá sig um tjáningar­­frelsi eða mann­réttindi yfir­­höfuð.“