Útgerðarfélagið Vísir í Grindavík hefur verið selt til Síldarvinnslunnar fyrir rúmlega tuttugu milljarða króna. Sex systkini sem erfðu útgerðarfélagið Vísi eftir foreldra sína og skipta nú með sér þessum milljörðum. Hvert þeirra fær um 3,4 milljarða króna.
Fréttablaðið greinir frá þessu.
„Tekið skal fram að viðskiptin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda sem hafa málið nú til skoðunar,“ segir í frétt Fréttablaðsins.
Páll Hreinn Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir voru foreldrar systkinanna en þau áttu útgerðarfélagið Vísi. Páll lést árið 2015 og Margrét árið 2012.
Margrét Pálsdóttir, fædd 6. nóvember 1955. Kennari og kórstjóri.

Páll Jóhann Pálsson, fæddur 25. nóvember 1957. Útgerðarstjóri hjá Vísi í Grindavík.

Pétur Hafsteinn Pálsson, fæddur 6. júlí 1959. Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.

Kristín Elísabet, fædd 25. febrúar 1961. Leikskólakennari í Grindavík.

Svanhvít Daðey Pálsdóttir, fædd 6. desember 1964. Jógakennari í Grindavík.

Sólný Ingibjörg Pálsdóttir, fædd 29. júní 1970. Ljósmyndari í Grindavík.
