Svona voru launin hjá Icelandair í fyrra - Flug­stjórar í sér­flokki

Flug­stjórar hjá Icelandair Group voru með 2,1 milljón króna í mánaðar­laun að meðal­tali árið 2019. Morgun­blaðið greinir frá þessu og vísar í svar fé­lagsins við skrif­legri fyrir­spurn blaðsins. Greiðslur vegna dag­peninga námu að auki rúmum 140 þúsund krónum á mánuði.

Í frétt Morgun­blaðsins kemur fram að meðal­laun flug­manna hafi að sama skapi verið 1,1 milljón króna miðað við fullt starf.

Flug­menn og flug­stjórar eru með tölu­vert hærri laun en flug­freyjur og yfir­flug­freyjur. Þannig voru meðal­laun yfir­flug­freyja 740 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf en meðal­laun flug­freyja 540 þúsund krónur. Fyrir utan föst mánaðar­laun koma einnig greiðslur vegna dag­peninga en að meðal­tali voru þær 140 til 145 þúsund krónur á mánuði.

Staða Icelandair hefur verið mikið í um­ræðunni að undan­förnu en fé­lagið vill lækka launa­kostnað sinn um­tals­vert. Hring­braut birti í gær launa­seðil flug­freyju en þar kom fram að laun hennar fyrir skatt væru 393.278 krónur. Út­borguð laun voru 294.708 krónur.

„Ég skil ekki hvernig ég á að geta lækkað í launum, þegar við erum bara að fá launa­trygginguna okkar án dag­peninga þá er þetta ekki neitt neitt. Er ekki viss um að fólk átti sig hversu lág grunn­launin okkar eru,“ sagði flug­freyjan sem hefur verið  í fullu starfi hjá Icelandair.