Geðmat hefur farið fram á báðum mönnunum sem sitja nú í gæsluvarðhaldi í hryðjuverkamálinu svokallaða. Fréttablaðið greinir frá.
Sveinn Andri segir engar nýjar vendingar vera í málinu að svo stöddu. Enn á eftir að fá úr þessu geðmati.
„Ég á ekki von á því að það sé neitt af ráði sem er að fara bætast við í þetta mál enda er ekki við neinu að bæta,“ segir hann og heldur áfram: „SS pulsur verða alltaf SS pulsur, þær verða aldrei að ribeye þó þú bætir einhverju við þær.“
Fréttin á vef Fréttablaðsins í heild sinni