Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi barst tilkynning frá Knattspyrnusambandi Íslands þess efnis að sambandið hefði náð samkomulagi við Eið Smára Guðjohnsen um starfslok hans sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Samkvæmt DV má rekja brottreksturinn til gleðskaps sem KSÍ bauð til nýlega. Eiður Smári var sendur í tímabundið leyfi í sumar frá störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins. Fékk hann skriflega áminningu frá Guðna Bergssyni þá formanni KSÍ og hans stjórn vegna hegðunar utan vallar.
Margir hafa skoðun á þessu máli, þar á meðal Hafliði Breiðfjörð hjá Fótbolta.net, sem spyr á Twitter:
Er ekki bara kominn tími á að KSÍ taki ábyrgð og hætti að veita áfengi í keppnisferðum íþróttafólks. Þarf þess virkilega? #fotboltinet https://t.co/9BXpoFRc7F
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) November 24, 2021
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, varaborgarfulltrúi, segir á Facebook málið einfaldlega skandal:
„Þetta er skandall. Hefði mátt gefa Eiði tíma til að vinna í sínum málum. Nú salta ég KSÍ þar til vit og glóra kemur í húsið, en ekki lið sem lifir á spenanum.“