Starfsuglýsing Samstöðvarinnar eftir blaðamanni hefur vakið athygli, en í henni er tekið fram að laun miðist við sjötta taxta Eflingar. Aðalsteinn Kjartansson, varaformaður Blaðamannafélag Íslands, bendir á að það sé Blaðamannafélag Íslands sem semji fyrir blaðamenn, ekki Efling.
Stjörnublaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson tjáir sig um málið á Facebook.
„Ég held að þetta hafi átt að vera hælkrókur hjá Gunnari Smára. Hann ætlaði að leiða það fram að taxtar Eflingar væru hraksmánarlegir í samanburði en komst svo að því sér til furðu að þeir eru svo gott sem á pari. Helsti munurinn er sá að heldtin af blaðamönnum er háskólagenginn og fær helst aldrei yfirvinnu greidda.“ segir hann og birti mynd af töxtum.
Aðalsteinn svaraði og sagðist vona að hann væri ekki að fá greitt samkæmt töxtunum á myndinni sem Jakob birti.
Jakob svaraði: „Ég þarf greinilega að tala við ákveðna aðila.“
Þá svaraði Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri og yfirmaður Jakobs: „Ég er laus í spjall any time Kobbi minn.“