Stefán rifjar upp fárið í kringum „dillibossauglýsingu“ Rósu Ingólfs fyrir RÚV
„Ég var bara sex ára þegar þetta gerðist - en mann enn eftir fárinu í kringum dillibossaauglýsingu Rósu Ingólfs fyrir innheimtudeild RÚV. Ísland var um margt mun saklausara samfélag árið 1981,“ skrifar Stefán Pálsson, sagnfræðingur á Twitter í dag.
Hann deilir þar með frétt um bréf Jafnréttisráðs til útvarpsstjóra RÚV en þar er krafist að auglýsingin verði ekki sýnd framar.
Áður en nefskattur vegna RÚV var tekinn upp á Íslandi bar öllum eigendum sjónvarps og útvarpstækja skylda til að greiða svokölluð afnotagjöld. Á árunum 1981-1985 birtust reglulega auglýsingar í Ríkissjónvarpinu þar sem landsmenn voru minntir á að greiða gjaldið– með vægast sagt eftirminnilegum hætti. Hugmyndasmiður auglýsinganna var Rósa Ingólfsdóttir.
Ég var bara sex ára þegar þetta gerðist - en mann enn eftir fárinu í kringum dillibossaauglýsingu Rósu Ingólfs fyrir innheimtudeild RÚV. Ísland var um margt mun saklausara samfélag árið 1981. pic.twitter.com/FWWY6zY8YQ
— Stefán Pálsson (@Stebbip) February 3, 2023
Í fyrstu auglýsingunni, sem birtist á skjám landsmanna í september 1981, voru dillandi diskómeyjar fengnar til að minna menn á afnotagjaldið. Í kjölfarið töluðu margir um „dillibossaauglýsinguna“. Ári síðar birtist auglýsing þar sem nokkrir karlar dingluðu sér í dulúðlegu þokukófi og ung stúlka dillaði sér í gervi æðarfugls. „Þetta er ekki auglýsing um æðarvarp, þetta er ekki auglýsing um andvarp, þetta er ekki auglýsing um kúluvarp,“ heyrðist kór syngja undir.
Í mars 1982 hringdi óánægður sjónvarpsnotandi í Morgunblaðið og vildi koma eftirfarandi á framfæri:
„Það er furðuleg auglýsing sem sjónvarpið birtir æ ofan í æ um þessar mundir, til þess að minna á greiðslu afnotagjalda. Auglýsingin minnir einna helst á bruðl, of mikla yfirbyggingu og offitu, og verkar ef til vill öfugt við það sem henni er ætlað. Ég væri að minnsta kosti búinn að greiða þetta gjald, ef hún hefði ekki verið.“
Í þriðju auglýsingunni sem sýnd var mátti sjá skælbrosandi par spóka sig um í „Innheimtulandi“ þar sem búklausir handleggir sveifluðu kaffibollum og vingjarnlegur og bústinn snjókarl veifaði til áhorfenda.
Eldra fólk neitaði að borga en hægt að lesa ítarlegri umfjöllun DVum auglýsingarnar hér og hægt er að sjá auglýsingar á vef RÚV hér.
1/4 🧵
— 💫💞 Brikir & co. (@birkirh) January 4, 2022
Á hvaða djöflasýru var innheimtudeild Ríkisútvarpsins?
Og af hverju er þetta svona SJÚKLEGA catchy lag? pic.twitter.com/3h5PoHzMCo