Stefán rifjar upp fárið í kringum „dilli­boss­aug­lýsingu“ Rósu Ingólfs á RÚV

Stefán rifjar upp fárið í kringum „dilli­boss­aug­lýsingu“ Rósu Ingólfs fyrir RÚV

„Ég var bara sex ára þegar þetta gerðist - en mann enn eftir fárinu í kringum dilli­­bossa­aug­­lýsingu Rósu Ingólfs fyrir inn­heimtu­­deild RÚV. Ís­land var um margt mun sak­­lausara sam­­fé­lag árið 1981,“ skrifar Stefán Páls­son, sagn­fræðingur á Twitter í dag.

Hann deilir þar með frétt um bréf Jafn­réttis­ráðs til út­varps­stjóra RÚV en þar er krafist að aug­lýsingin verði ekki sýnd framar.

Áður en nef­skattur vegna RÚV var tekinn upp á Ís­landi bar öllum eig­endum sjón­varps og út­varps­tækja skylda til að greiða svo­kölluð af­nota­gjöld. Á árunum 1981-1985 birtust reglu­lega aug­lýsingar í Ríkis­sjón­varpinu þar sem lands­menn voru minntir á að greiða gjaldið– með vægast sagt eftir­minni­legum hætti. Hug­mynda­smiður aug­lýsinganna var Rósa Ingólfs­dóttir.

Í fyrstu aug­lýsingunni, sem birtist á skjám lands­manna í septem­ber 1981, voru dillandi diskó­m­eyjar fengnar til að minna menn á af­nota­gjaldið. Í kjöl­farið töluðu margir um „dilli­bossa­aug­lýsinguna“. Ári síðar birtist aug­lýsing þar sem nokkrir karlar dingluðu sér í dul­úð­legu þoku­kófi og ung stúlka dillaði sér í gervi æðar­fugls. „Þetta er ekki aug­­lýsing um æðar­varp, þetta er ekki aug­lýsing um and­­varp, þetta er ekki aug­lýsing um kúlu­varp,“ heyrðist kór syngja undir.

Í mars 1982 hringdi ó­á­nægður sjón­­varps­notandi í Morgun­blaðið og vildi koma eftir­farandi á fram­færi:

„Það er furðu­leg aug­lýsing sem sjón­varpið birt­ir æ ofan í æ um þessar mund­ir, til þess að minna á greiðslu af­nota­gjalda. Aug­lýsingin minnir einna helst á bruðl, of mikla yfir­byggingu og of­fitu, og verkar ef til vill öfugt við það sem henni er ætlað. Ég væri að minnsta kosti búinn að greiða þetta gjald, ef hún hefði ekki verið.“

Í þriðju aug­lýsingunni sem sýnd var mátti sjá skæl­bros­andi par spóka sig um í „Inn­heimtu­landi“ þar sem búk­lausir hand­leggir sveifluðu kaffi­bollum og vin­gjarn­legur og bústinn snjó­karl veifaði til á­horf­enda.

Eldra fólk neitaði að borga en hægt að lesa ítar­legri um­fjöllun DVum aug­lýsingarnar hér og hægt er að sjá aug­lýsingar á vef RÚV hér.