Eldur logar í Garðabæ og það má sjá mikinn svartan reyk. Að sögn sjónarvotta heyrðist mikill hvellur og er slökkviliðið á leiðinni. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins.
Borgar Valgeirsson, slökkviliðsmaður hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að um eld í nýbyggingu sé að ræða.
„Þetta virðist vera eldur í þaki nýbyggingu,“ segir Borgar, en ekki er vitað til hvort fólk sé í byggingunni.

Mynd/aðsend

Mynd/Pétur Sævar Sigurðarson Rühl

Mynd/Ingvar Ásbjörn Ingvarsson