Sigmar Freyr Jónsson, sonur Jóns Páls Sigmarssonar og Inga Jónsdóttir fengu sér afar sérstakt para- húðflúr á dögunum.
Þau ákváðu nýverið að flúra hvorn liðsmann Tvíhöfða á upphandleggina sína.
Í samtali við mbl.is segir Sigmar hugmyndina hafa kviknað fyrir um hálfu ári.
Hugmyndina má rekja til þess að þau hafi oftsinnis hlustað saman á þætti þeirra Sigurjóns og Jóns Gnarrs sem voru á dagskrá Rásar 2 á sunnudagskvöldum til fjölda ára.
Sigmar vill þó ekki taka heiðurinn af hugmyndinni af henni Ingu:
„Ég vildi óska þess að ég ætti hugmyndina sjálfur,“ segir Sigmar í samtali við mbl.is
Spurður um hvort það væri ágreiningur um hvorn þeirra þau myndu fá sé segir hann nei.
„Nei það var mjög auðvelt. Ég spurði fyrst hvort ég mætti fá Jón og hún þá Sigurjón og það var samþykkt.“
Andlitsmyndirnar eru fegnar af plötunni Kondí fíling sem var gefin út árið 1999. Sigmar segir það hafa verið niðurstaða nokkurrar rannsóknarvinnu í samráði við flúrararann Brynjar úr Ugly Brothers.
