Söngurinn hvarf þegar Björgúlfur dó: „Maður lendir í algjöru tómarúmi“

Út­varps­konan dáða, Lísa Páls­dóttir, sem ný­komin er af sinni síðustu vakt hjá Ríkis­út­varpinu, lýsir því af ein­lægni í nýjasta þætti Manna­máls hvernig hún gat ekki lengur sungið, daginn sem Böggi hennar kvaddi eftir erfiða bar­áttu við krabba­mein, að­eins sex­tugur að aldri.

Bjór­gúlfur Egils­son var maðurinn í lífi hennar, alltaf kallaður Böggi, bassa­leikari þeirrar dáðu kabarett­pönk­sveitar Kamar­org­hestanna sem starfaði jöfnum höndum í Köben og á Ís­landi, með eitt og annað lagið sem var um­svifa­laust bannað í Ríkis­út­varpi lands­manna, sakir dóna­legra texta, en Böggi féll frá fyrir fimm árum.

Lísa lýsir því með dimmri og rámri röddu sinni hvernig krabba­meins­með­ferðin gekk frá Bögga hennar, en stundum eigi heil­brigðis­starfs­fólks að segja sjúk­lingum sínum að með­ferðin sjálf sé erfiðari en sjúk­dómurinn – og kannski ó­þarfur sárs­auki þegar enda­lokin séu aug­ljós. Þetta sé hennar reynsla, jafn sár og hún er. „Maður lendir í algjöru tómarúmi,“ segir hún um þá reynslu að missa maka sinn.

Þ'au hafi sungið alla daga, heima og heiman, hún og Böggi. Það hafi verið líf þeirra og yndi. En söngurinn hafi svo horfið eins og dögg fyrir sólu þegar hann dó.

Og hún syngi ekki meir, gamla söng­kona Kamar­org­hesta. Geti það bara ekki. Þáttinn má sjá í heild hér að neðan.