Sól­veig Anna og Vil­hjálmur í hart: „Hvað gengur þér til?“ – „Þér til ævarandi skammar“

Sólveig Anna Jóndóttir, formaður Eflingar og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fóru í hart á samfélagsmiðlum í dag en þar saka Vilhjálmur Sólveigu um rógburð. „Segðu mér Sól­veig, hvað gengur þér til með þessum róg­burði,“ spyr Vil­hjálmur á Face­book-síðu Sólveigar.

Sól­veig Anna skaut á Vil­hjálm í færslu í morgun þar sem hún sagði að „leið­­toga­­færni og her­kænska“ for­ystu Starfs­­greina­­sam­bandsins héldi á­­fram að opin­berast. Til­­efnið var frétt í Morgun­blaðinu í dag þar sem haft var eftir Vil­hjálmi að verk­­fall og verk­bann væru einn og sami hluturinn. For­­menn þriggja verka­­lýðs­­fé­laga teldu þar að auki að reglu­­gerðir fé­laganna gerðu ráð fyrir því að vinnu­­deilu­­sjóðir taki hvort tveggja til verk­­falls og verk­banns.

„Nú láta stóru stjórar Starfs­­greina­­sam­bandsins eins og verk­­fall og verk­bann sá bara alveg ná­­kvæm­­lega það sama,“ sagði Sól­veig Anna í færslu sinni og bætti við:

„Og að af því leiði að auð­vitað sé það verk­efni Sam­­taka at­vinnu­lífsins að ráð­­stafa fjár­munum vinnu­­deilu­­sjóða verka­­lýðs­­fé­laga landsins eins og þeim lysti. Og að ekkert eigi að standa í vegi fyrir því að Sam­tök at­vinnu­lífsins rústi mögu­­leikum verka­­lýðs­­fé­laga til að geta staðið undir verk­­föllum með því að tæma vinnu­­deilu­­sjóði vinnu­aflsins. Allra síst for­ysta sjálfra fé­laganna,“ sagði Sól­veig Anna sem klykkti út með eftir­­farandi orðum:

„Mikið er verka­­fólk heppið með þetta ein­vala­lið fram­­sýnna formanna sem skilja hvaða skila­­boð er mikil­­vægt að senda í gegnum Morgun­blaðið þegar harðar vinnu­­deilur standa yfir.“

„Hvað gengur þér eigin­­lega til?“Vil­hjálmi þykir að sér vegið og skrifar hann langa færslu undir færslu Sól­veigar þar sem hann svarar henni fullum hálsi.

„Ég er spurður hvaða rétt mínir fé­lags­­menn eigi ef til verk­banns kæmi af hálfu at­vinnu­rek­enda. Ég svara fjöl­­miðlum eins og reglu­­gerð vinnu­­deilu­­sjóðs kveður á um og hefur verið sam­þykkt á aðal­­fundi fé­lagsins sem er æðsta vald fé­lagsins,“ segir Vil­hjálmur sem vitnar í reglu­­gerð Vinnu­­deilu­­sjóðs Verka­­lýðs­­fé­lags Akra­ness þar sem hann er for­­maður.

Í þeirri reglu­gerð kemur fram að til­gangur sjóðsins sé að styrkja full­gilda fé­lags­menn sem standa í verk­falli eða verk­bönnum af at­vinnu­rek­endum á fé­lags­svæðinu og hljóta af því launa­tap.

„Ertu virki­lega að ætlast til þess að ef ég er spurður um réttindi fé­lags­manna VLFA ef til verk­banns kæmi á meðal minna fé­lags­manna að ég segi bara ó­satt og það í and­stöðu við sam­þykktir æðsta valds fé­lagsins? Hvað gengur þér eigin­lega til? Er ekki nóg að þið hafið reynt að eyði­leggja kjara­samnings­við­ræður sem þið áttuð ekki aðild að með því að leka trúnaðar­upp­lýsingum sem ég trúði ykkur fyrir á loka­metrum kjara­samnings­við­ræðna SGS við SA. Allt til þess að reyna að senda rangar og villandi upp­lýsingar um inni­hald þess samnings sem við vorum að gera.“

Talar um stanslausar árásir

Vil­hjálmur heldur á­fram og spyr hvort það hafi ekki líka verið nóg að stjórn Eflingar hafi reynt að hafa nei­kvæð á­hrif á kosningu og kjara­samning Starfs­greina­sam­bandsins með því að senda á­lyktun, nánast á sömu mínútu og kosning um kjara­samning hófst, og reyna þannig að fá samninginn felldan.

„Þessar stans­lausu á­rásir undir þinni for­ystu mis­tókust enda var samningurinn sam­þykktur með upp undir 90% þeirra sem kusu. Er ekki líka nóg að þið hafið ráðist á SGS með aug­lýsinga­her­ferð sem hefur kostað milljónir ef ekki tugi milljóna.“

Vil­hjálmur segir það hafa verið á­kvörðun Eflingar að vilja semja ein og sér og vera ekki í sam­floti með öðrum stéttar­fé­lögum. Efling hafi ætlað að semja á eigin for­sendum.

„Ég sagði við þig á sínum tíma að ég virði þá niður­stöðu að þið vilduð semja al­ger­lega ein og sér enda liggur frjáls samnings­réttur hvers fé­lags hvellskýr fyrir. Sú á­kvörðun var og er á ykkar á­byrgð en ég í­treka að 18 aðildar­fé­lög SGS eru búin að semja og leggja þá niður­stöðu í dóm okkar fé­lags­manna og niður­staðan var skýr eins og áður hefur komið fram.

Þessar á­rásir þínar sem byggjast á að ata mig og 18 aðildar­fé­lög SGS auri eru þér til ævarandi skammar,“ segir Vil­hjálmur sem biðlar til Sól­veigar Önnu að láta aðildar­fé­lög Starfs­greina­sam­bandsins í friði og ein­blína á að tryggja kjara­samning handa sínum fé­lags­mönnum.

„Bara þannig að því sé haldið til haga strax þá mun ég ekki svara „virkum í at­huga­semdum“ hvað þetta svar mitt varðar!,“ sagði Vil­hjálmur að lokum.