Sóley og Hildur hjóla í Frosta: „Hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli“

Feminísku aktív­istarnir Hildur Lil­lendahl Viggós­dóttir og Sól­ey Tómas­dóttir segja Eddu Falak ekki skulda þjóðinni neinar skýringar á náms- og starfs­ferli sínum af því „af því að ein­hver maður með youtu­be-rás hefur á­kveðið að krefjast þess.“

Þetta segja þær í að­sendri grein á Vísi en út­varps­maðurinn Frosti Loga­son hefur farið mikinn á síðustu dögum og sakað Eddu Falak um að hafa ekki komið hreint og beint fram um fyrri störf sín. Hún hafi ekki unnið í verð­bréfa­miðlun hjá virtum banka eða hjá lyfjarisanum Novo Nor­disk líkt og hefur komið fram í fjöl­miðlum.

Frosti og Edda hafa eldað grátt silfur saman undan­farin ár eftir að Edda Péturs­dóttir, steig fram í við­tali á Heimildinni og í við hlað­varpi Eddu Falaks bar Frosta þungum sökum. Hann gekkst við á­­sökunum að hluta til.

Síðustu daga hefur Frosti beint spjótum sínum að Eddu Falak. Í opna bréfi sínu í dag segir Frosti að Edda hafi fyrst vakið at­hygli þegar hún steig fram sem þolandi kyn­bundinnar á­reitni þegar hún starfaði og bjó í Kaup­manna­höfn.

„Sagðist hún hafa legið undir á­­­mælum og niðrandi at­huga­­­semdum frá sam­­­starfs­­­mönnum í stórum virtum banka, vegna nær­fata og bikíni­mynda sem hún birti á sam­­­fé­lags­­­miðlum á sama tíma og hún miðlaði með verð­bréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upp­­­lifað sömu fram­komu þegar hún vann í fjár­­­mála­­­deild lyfja­­­fyrir­­­­­tækisins Novo Nor­disk í sama landi á svipuðum tíma,“ segir Frosti í bréfinu.

„Feðra­veldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska að­ferða­fræði, not­færa sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrum­skæla þær með ein­hverjum hætti. Í dag eru gerðar til­raunir til að slaufa femín­istum (til baka) fyrir glæp­sam­legt at­hæfi, þó á­sakanirnar séu illa rök­studdar, glæpirnir ó­ljósir og jafn­vel bara alls ekki til staðar,“ skrifa Hildur og Sól­ey.

Þær segja þetta ansi ó­dýra leið „enda er að sjálf­sögðu hægt að finna eitt­hvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga út­gáfu af sann­leikanum.“

„Svo má hleypa sögunni út í litlum skömmtum og dreifa brauð­molum fyrir al­menning og ó­vandaða fjöl­miðla að elta. Það má halda hótununum yfir höfði femín­istanna sem á endanum brenna upp og hætta. Af því að eins og Cynthia En­loe sagði svo eftir­minni­lega, „feðra­veldið þrífst á kulnun kvenna,“ halda þær á­fram.

„Við stöndum í þessum sporum akkúrat núna. Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast af­sökunar á til­veru sinni, hún skal leið­rétta ein­hverjar meintar rang­færslur og út­skýra for­tíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mis­tök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktív­isma undan­farin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni ná­kvæmar skýringar á náms- og starfs­ferli sínum af því að ein­hver maður með youtu­be-rás hefur á­kveðið að krefjast þess. Hún skal, og jafn­vel vinnu­veit­endur hennar líka, beygja sig í duftið og biðjast auð­mjúk­lega af­sökunar á ein­hverju og svo kemur bara í ljós seinna hverju verður haldið fram gegn henni. Og þá byrjar ballið upp á nýtt.“

Þær segjast vita hvernig of­beldis­menn virka og þær viti að þessu lýkur ekki hér.

„Við höfum meira að segja séð það svart á hvítu hvernig þessi til­tekni á­sakandi virkar. Hann mun ekki leggja frá sér selfi­e-prikið þegar af­sökunar­beiðnin er komin í hús og játa sig sigraðan. Enda er maðurinn ekki drifinn á­fram af sann­leiks­ást eða virðingu fyrir vandaðri fjöl­miðlun, heldur á hann sér sögu um þrá­hyggju­kennda hegðun í garð kvenna.“

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem rang­hug­myndum sam­fé­lagsins um for­tíð eða nú­tíð femín­ista er beitt mark­visst til þess að draga úr trú­verðug­leika þeirra og þagga niður í þeim. Af því höfum við báðar reynslu, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni femínísks aktív­isma á Ís­landi. Í gegnum tíðina höfum við undir­ritaðar ekki að­eins verið krafðar um svör vegna alls­konar mis­réttis og ó­rétt­lætis sem fátt annað fólk hefur treyst sér til að hafa skoðun á í sam­fé­laginu, heldur höfum við á sama tíma verið sakaðar um kosninga­svindl, of­beldi, á­reitni, að þykja ekki vænt um börnin okkar og á­stunda ó­fag­leg vinnu­brögð í dag­legum störfum. Þær sem stóðu í stafninum á undan okkur upp­lifðu sam­bæri­legar á­rásir,“ skrifa Hildur og Sól­ey.

„Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu and­skotans máli. Ef hún beitir eigin hyggju­viti til að frá­sagnir hennar um kyn­bundið of­beldi og á­reitni séu ekki rekjan­legar til til­tekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja al­menning. Það er hennar skýlausi réttur og það er ó­þolandi að við þurfum að skrifa blaða­grein til að út­skýra það,“ bæta þær við.

Hildur og Sól­ey segja að það sé kominn tími til að við sem sam­fé­lag lærum af þessari reynslu.

„Leyfum þessum mönnum ekki að komast upp með að „hringja til Dan­merkur“ til að taka okkur niður og kenna okkur að skammast okkar. Leyfum þeim ekki að taka af okkur verk­færin okkar sem við nýtum einungis í þágu betri heims, verk­færin sem Edda Falak hefur öðrum fremur nýtt til að veita þol­endum skjól, öryggi, rödd og vett­vang til að skila skömminni þangað sem hún á heima. Lærum af reynslunni og hættum að láta væni­sjúka sam­særis­kenninga­smiði stjórna sam­fé­lags­um­ræðunni,“ skrifar þær að lokum.