Sól­ey: „Munum: Aldrei gefast upp!“

„Munum: Aldrei gefast upp! Þetta fólk er mín stærsta fyrir­mynd í dag. Hug­rökk og seig. Megi þau hafa það sem allra best á Ís­landi!“

Þetta segir Sól­ey Tómas­dóttir, fyrr­verandi borgar­full­trúi, um þau tíðindi að egypsku Ked­hr-fjöl­skyldunni hafi verið veitt dvalar­leyfi. Til stóð að vísa fjöl­skyldunni úr landi í síðustu viku en nú, rúmri viku eftir að fjöl­skyldan fór í felur, er hún komin með dvalar­leyfi.

Magnús D. Norð­dahl, lög­maður fjöl­skyldunnar, sagði í til­kynningu sem hann sendi fjöl­miðlum að um væri að ræða sigur fyrir ís­lenskt sam­fé­lag.

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálpar­sam­taka fyrir hælis­leit­endur og flótta­fólk, gat varla lýst á­nægju sinni með tíðindin. Hún sagði á Face­book: „Rétt­lætið og sam­staðan hefur sigrað! TAKK ÖLL! Ég er orð­laus!“