Skúli Mogensen, athafnamaður og fyrrverandi forstjóri WOW air sést lyfta „aumingjanum“ svokallaða, 75 kílóa grjóthnullungi sem stendur í fjörunni við sjóböðin í Hvammsvík. Hann birti myndband af þessu á Facebook-síðu sinni. Skúli var gestur Ísland vaknar í gær og sagði þar að hann gæti lyft aumingjanum. Skúli heldur í fyrsta skipti kraftlyftingarkeppnina Hvammsvíkur Víkinginginn við sjóböðin í Hvammsvík 22. október næstkomandi í samstarfi við World Class. Skúli stóð við stóru orðin og birti myndbandið í gær.
„Vegna fjölda áskorana þá tók kallinn „aumingjann”,“ skrifar Skúli.
Hann bætir að lyftan hafi vissulega ekki verið ýkja falleg, en þó hafi hnullungurinn farið upp fyrir axlir eins og stefnt var að.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan: