Sjáðu myndbandið: Skúli Mogen­sen reynir við „aumingjann“

Skúli Mogen­sen, at­hafna­maður og fyrr­verandi for­stjóri WOW air sést lyfta „aumingjanum“ svo­kallaða, 75 kílóa grjót­hnullungi sem stendur í fjörunni við sjó­böðin í Hvamms­vík. Hann birti myndband af þessu á Facebook-síðu sinni. Skúli var gestur Ísland vaknar í gær og sagði þar að hann gæti lyft aumingjanum. Skúli heldur í fyrsta skipti kraftlyftingarkeppnina Hvammsvíkur Víkinginginn við sjóböðin í Hvammsvík 22. október næstkomandi í samstarfi við World Class. Skúli stóð við stóru orðin og birti myndbandið í gær.

„Vegna fjölda á­skorana þá tók kallinn „aumingjann”,“ skrifar Skúli.

Hann bætir að lyftan hafi vissulega ekki verið ýkja fal­leg, en þó hafi hnullungurinn farið upp fyrir axlir eins og stefnt var að.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan: