Sig­mar og Óli Valur með til­lögu fyrir Bjarna og Katrínu: „Þetta mun spara gríðar­lega fjár­muni“

„Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað virkar ekki langar okkur að leggja fram eina til­lögu sem er raun­hæf, rétt­lát og gætir jafn­ræðis fyrir öll fyrir­tæki sem lúta þurfa tak­mörkunum í sótt­varna­að­gerðum þjóðarinnar,“ segir þeir Sig­mar Vil­hjálms­son og Óli Valur Stein­dórs­son, eig­endur Hlölla­báta, Barion og Mini­garðsins, í að­sendri grein í Morgun­blaðinu í dag.

177 starfs­menn eru á launa­skrá Sig­mars og Óla Vals en eins og önnur lítil og meðal­stór fyrir­tæki hafa fyrir­tæki þeirra ekki farið var­hluta af að­gerðum til að hindra út­breiðslu CO­VID-19.

„Þær til­lögur sem lagðar hafa verið fram eru bit­lausar og virka ekki. Þær voru ef­laust lagðar fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður. Ráða­menn þurfa, líkt og at­vinnu­lífið, að vera til­búnir að meta stöðuna hratt og vera til­búnir að bakka með fyrri til­lögur og koma með nýjar,“ segir þeir í greininni áður en þeir út­lista til­löguna.

„Stað­greiðslu­skatti og virðis­auka­skatti verður slegið á frest (lánaður) af ríkinu, vaxta­laust á þeim tíma­bilum sem tak­markanir standa yfir. Fyrir­tæki, sem gert er að tak­marka starf­semi sína og hefur bein á­hrif á þeirra á­ætlanir, veltu og greiðslu­getu, fá með þessu vaxta­lausan greiðslu­frest frá ríkinu til að halda þeim við efnið. Greiðslu­fresturinn er eðli­lega tengdur þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því gætir þessi til­laga jafn­ræðis.“

Telja Sig­mar og Óli Valur að til­lagan veiti fyrir­tækjum tæki­færi á því að standa undir skuld­bindingum sínum, sem minnkar nei­kvæð marg­feldis­á­hrif á at­vinnu­lífið.

„Til­lagan er ekki styrkur, heldur greiðslu­frestur (lán). Ríkið mun fá sitt á endanum þegar úr Co­vid er komið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur út um gluggann. Þetta eru fjár­munir sem skila sér bara síðar. Sem er rétt­látt. Greiðslu­fresturinn er vaxta­laus þar sem ríkið hefur gríðar­legan hag af því að fyrir­tækin haldi á­fram rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi, enda upp­hæð greiðslu­frestsins alltaf miðuð við þá veltu sem hefur verið í fyrir­tækinu. Upp­greiðslu á þessum greiðslu­fresti er síðan stillt upp með þeim hætti að fyrir­tæki eigi auð­velt með að brúa endur­greiðsluna þegar allt er gengið yfir.“

Í greininni segja þeir að horfa mætti til tólf mánaða en það fari þó allt eftir lengd far­aldursins.

„Tak­markanir sem settar væru á fyrir­tæki þessu tengt væru bundnar við arð­greiðslur, hlut­fall af hagnaði o.fl. Með þessari til­lögu er verið að veita öllum líf­væn­legum fyrir­tækjum sem hafa þurft að þola miklar tak­markanir á sinni tekju­öflun á­kveðið svig­rúm og and­rými til að standa við skuld­bindingar sínar. Þetta mun spara gríðar­lega fjár­muni hjá hinu opin­bera til skamms tíma og hvað þá lengri tíma.“

Sig­mar og Óli Valur segjast ekki geta talað fyrir hönd allra lítilla og milli­stórra fyrir­tækja, enda eigi þau fyrir­tæki ekki sín eigin hags­muna­sam­tök, en öruggt sé að öll lítil og milli­stór fyrir­tæki sem hafa orðið fyrir tak­mörkunum á rekstri vegna sótt­varna­að­gerða muni fagna til­lögunni.