Sif Sig­mars ó­sátt við Rauða krossinn: Gerir sér að fé­þúfu ber­skjaldaðan hóp

Sif Sig­mars­dóttir, pistla­höfundur Frétta­blaðsins, gagn­rýnir Rauða krossinn harð­lega í pistli sínum í Frétta­blaðinu um helgina.

Átak Sam­taka á­huga­fólks um spila­fíkn, SÁS, hefur vakið mikla at­hygli og hefur Hring­braut til að mynda fjallað ítar­lega um átak sam­takanna, Lokum.is

Í grein sinni bendir hún á að leikja­fræði sé grein innan stærð­fræði, hag­fræði og fé­lags­vísinda þar sem líkön eru notuð til að spá fyrir um at­burða­rás í hvers konar keppni: skák, knatt­spyrnu, stjórn­málum eða stríði.

„Hug­takið núll­summu­leikur (e. „zero-sum game“) lýsir að­stæðum þar sem á­vinningur eins er sjálf­krafa tap annars. Baki ég til dæmis súkku­laði­köku handa fjöl­skyldunni í dag er af­raksturinn núll­summu­leikur. Þegar ég sker úr kökunni sneið, set hana á disk og af­hendi hann horugum grislingi sem arkar inn úr snjónum er einni sneið minna af köku eftir handa mér. Horugi grislingurinn hefur hins vegar grætt því sem nemur tapi mínu.“

„Súkku­laði­kaka skapar hamingju. Hamingja er hins vegar ekki eins og súkku­laði­kaka. Hingað til hefur hamingja ekki verið talin núll­summu­leikur. Þótt ríkir verði gjarnan ríkir á kostnað ein­hvers á það ekki við um þá sem verða hamingju­ríkir. Því hamingja er ó­tak­mörkuð auð­lind. Hamingja verður ekki tekin úr vasa eins og færð í vasa annars. Eða svo kveður kenningin.“

Sif bendir á að mikil hamingja hafi ríkt í upp­hafi síðustu viku þegar slakað var á sótt­varna­reglum hér á landi. Krár og skemmti­staðir hafi opnað dyr sínar og líkams­ræktar­stöðvar búnings­klefana.

„Venju sam­kvæmt voru ein­hverjir ó­á­nægðir með að hugðar­efni þeirra hefði ekki hlotið náð fyrir augum þrí­eykisins. Að­eins eitt dæmi var hins vegar um að ó­hamingja ríkti með opnun ein­hvers sem hafði áður verið lokað.“

Sif nefnir svo að fyrir tæpu ári hafi spila­kassa­sölum verið lokað vegna smit­hættu af völdum CO­VID-19. Síðan hafi borist fréttir af betri líðan þeirra sem glíma við spila­fíkn.

„Rann­sóknir benda til að rúm­lega 2000 Ís­lendingar glími við al­var­lega spila­fíkn og allt að þre­falt fleiri glími við fíknina í ein­hverri mynd. Talið er að spila­kassar séu þrisvar til fjórum sinnum meira á­vana­bindandi en aðrar tegundir fjár­hættu­spila.“

Sif bendir svo á könnun Gallup þess efnis að 86% Ís­lendinga vilji ekki að spila­kassar verði opnaðir aftur. Þá hafi Sam­tök á­huga­fólks um spila­fíkn kallað eftir því að spila­kassa­sölum yrði lokað til fram­búðar.

„Á­kallið var hunsað. Í vikunni opnuðu spila­salir þvert á óskir margra þeirra sem þá sækja og fjöl­skyldna þeirra. En ef gestir spila­kassa­sala vilja ekki að þeir opni, hverjir vilja það þá?“

Sif nefnir að Ís­lendingar hafi tapað 3,9 milljörðum króna í spila­kössum árið 2019.

„Tvö fyrir­tæki reka spila­kassa hér á landi. Annars vegar Happ­drætti Há­skóla Ís­lands, og hins vegar Ís­lands­spil sem er í eigu Rauða kross Ís­lands, Lands­bjargar og SÁÁ. Í lok síðasta árs til­kynnti SÁÁ að sam­tökin hygðust hætta þátt­töku í rekstri spila­kassa. Af því til­efni var fram­kvæmda­stjóri Rauða krossins, Kristín Hjálm­týs­dóttir, spurð hvort rekstur spila­kassa sam­rýmdist hug­sjón sam­takanna. „Já,“ svaraði Kristín og sagði spila­kassana hafa verið mikil­væga fjár­öflun síðast­liðin fimm­tíu ár.“

Sif segir að sam­kvæmt heima­síðu Rauða krossins sé Rauði krossinn „mann­úðar­hreyfing“ sem hefur það mark­mið að „vernda líf og heilsu ber­skjaldaðra hópa“. Ekki virðist þó öll góð­verkin jafn­góð.

„Upp á sitt eins­dæmi – og alveg ó­vart – hefur Rauða krossinum tekist að sýna fram á að hamingja getur víst verið núll­summu­leikur. Þau góð­verk sem Rauði kross Ís­lands fjár­magnar með peningum úr spila­kössum auka ekki heildar­hamingju í ver­öldinni, þau draga ekki úr heildar­eymd mann­kyns, þau minnka ekki neyð ber­skjaldaðra hópa – þau færa hana til. Milljón af mann­úð á einum stað á sér sam­svarandi milljón króna holu af harm­leik annars staðar,“ segir Sif sem endar pistilinn á þessum orðum:

„Rauði krossinn gerir sér að fé­þúfu „ber­skjaldaðan hóp“ sem hreyfingin ætti heldur að sýna mann­úð og gera að skjól­stæðingi sínum. Hvað segðum við ef dýra­verndunar­sam­tökin PETA tækju að selja mulin nas­hyrninga­horn í fjár­öflunar­skyni? Slík „núll­summu­gæska“ teldist varla mikil gæska.“