Segja far­ald í gangi á Ís­landi: „Rúm­lega tíu börn liggja inn á Barna­deild“

Mann­lífgreinir frá því í dag að svo virðist sem að streptó­kokka­far­aldur geysi nú hér á landi. Sam­kvæmt heimildum miðilsins liggja nú rúm­lega tíu börn inn á Barna­deild vegna streptó­kokka­sýkingar.

Í venju­legu ár­ferði eru um tvö börn lögð inn á Barna­deild vegna streptó­kokka. Þá segir miðilinn að mikill skortur sé á sýna­töku pinnum á Ís­landi og voru að­eins sjö pinnar til á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja í gær.

Dæmi séu um að börnum með ein­kenni séu gefin sýkla­lyf án greiningar vegna skorts á sýna­töku pinnum.

Á vef Heilsu­veru eru eftir­farandi upp­lýsingar um streptó­kokka:
Fólk með streptó­kokka háls­bólgu hefur yfir­leitt ekki hósta, nef­rennsli eða roða í augum, heldur eru ein­kennin oftast:

  • Hár hiti eða 38,5°C og yfir.
  • Aumir/bólgnir eitlar á hálsi.

Mjög sár verkur í hálsi.