Segir þjóðina hafa mis­skilið Stellu í or­lofi og leggur til breytingar: „Fyrst við erum byrjuð að rit­­skoða gömul höfundar­­verk“

Fata­hönnuðurinn Guð­mundur Jörunds­son, segir Stellu ekkert hafa verið í neinu or­lofi í kvik­myndinni Stella í Or­lofi sem ætti að vera flestum Ís­lendingum kunnug.

„Fyrst við erum byrjuð að rit­­skoða gömul höfundar­­verk þá vil ég að hættum að gas­­lýsa Stellu um að hún hafi verið í Or­lofi. Myndin fjallar um bar­áttu hennar við geð­illsku karla, tryllt börn og alkó­hól­ista. Hún var aug­­ljós­­lega í bur­nouti,“ skrifar Guð­mundur á twitter.

Hann kemur síðan með nýjan til­till: „Stella í bur­nouti“ eða mögu­lega Stella í geð­rofi.

Leik­konan Edda Björg­vins­dóttir sem lék Stellu Löve virðist hafa gaman af hug­myndum Guð­mundar og setur nokkra hláturs-emoji fyrir neðan færsluna.